Góður gangur í framkvæmdum Vigtarhússins

Nú þegar er búið að selja 4 íbúðir

8.Febrúar'17 | 14:59

Niðri við höfn er unnið að byggingu fjölbýlishúss, Vigtarhússins. Framkvæmdir ganga vel og er uppsteypa 2. hæðar hússins langt komin. Björgvin Björgvinsson tæknifræðingur er byggingarstjóri hússins. Hann segir framkvæmdir hafa gengið vel.

„Það er langt komið með að steypa útveggi 2. hæðar hússins og ef veður leyfir þá er miðað við að geta lokað 2. hæðinni ca. í lok marsmánaðar og byrja þá á 3. hæð hússins.  Þá hefur auk þess verið unnið talsvert í kjallara hússins sem og á jarðhæðinni, m.a. hefur lyftuop hússins verið fært.  Í kjallara hússins er gert ráð fyrir geymslum og á jarðhæð er gert ráð fyrir bílgeymslum sem og léttum rekstri, veitingasölu eða öðru slíku.   Húsið er í góðu ásigkomulagi enda var byggt á þessum árum til að endast“ segir Björgvin í samtali við Eyjar.net.

Tímanna tákn

Vigtarhúsið var byggt árið 1958 af Fiskiðjunni og var þá hugsað sem fiskvinnslu- og netaverkstæðishús.  Þá strax var fyrirhugað að byggja ofan á það í sömu hæð og Fiskiðjan er og var uppsteypa og burður hússins í samræmi við það.  Það er síðan 2016 sem hafist er handa við frekari uppbyggingu hússins en nú sem fjölbýlishús við höfnina.  Þetta er að ýmsu leyti tímanna tákn en einn vinsælasti ferðamannastaður í höfuðborginni er við gamla Slipphúsið og er húsið nú hótel í næsta nágrenni við rekstur slippsins. Þannig fer það ágætlega saman að hafa hafntengda starfsemi og íbúðabyggð í sambýli.  Ekki skemmir síðan útsýnið til Heimakletts fyrir til norðurs og Helgafellið til suðurs.

Mikill áhugi á íbúðum í húsinu

Helgi Bragason lögmaður og fasteignasali sér um sölu á íbúðum í Vigtarhúsinu.  Helgi kveður að mikill áhugi sé á íbúðum í húsinu. Búið sé að selja 4 íbúðir og að töluvert sé um fyrirspurnir um lausar íbúðir.  

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.