Ákærður fyrir hótanir gegn lögreglustjóra

8.Febrúar'17 | 12:35
paley.jpg.992x620

Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri.

Maður hefur verið ákærður fyrir að hóta Páleyju Bergþórsdóttur, lögreglustjóra í Vestmannaeyjum, barsmíðum og öðrum lögreglumanni á vakt þann 7. september 2015 lífláti.

Einnig hafði hann umrætt kvöld brotið gegn valdstjórninni með því að taka lögreglumanninn hálstaki og ná honum niður í jörðina þannig að áverkar hlutust af.

Þegar á lögreglustöðina kom á ákærði að hafa sagst vita hvar lögreglumennirnir ættu heima og að hann ætti vini sem þeir ættu að vita hvers væru megnugir.

Verði maðurinn fundinn sekur getur hann átt yfir höfði sér fangelsisdóm. Refsiramminn veitir heimild til að fangelsa menn í sex ár fyrir slík brot.

 

Vísir.is greindi frá.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.