Atvinnumál og samfélag í Vestmannaeyjum

Talin vera 2015 stöðugildi í Eyjum

Ætla má að um 900 manns vinni við útgerð og fiskvinnslu á mestu álagstímum í veiðum og vinnslu.

7.Febrúar'17 | 14:59

Atvinnumál og samfélag í Vestmannaeyjum voru til umræðu á fundi bæjarráðs í hádeginu. Á fundinn kom Hrafn Sævaldsson starfsmaður Þekkingarseturs Vestmannaeyja og gerði ráðinu grein fyrir mati hans á stöðu atvinnulífs í Vestmannaeyjum og þróun þess á seinustu árum. 

Í máli hans kom fram að vinnuafl í Vestmannaeyjum eru 2434 manns og hér eru talin vera 2015 stöðugildi og því ljóst að fjöldi fólks vinnur hlutastörf sem skýrir þennan mismun. 848 lögaðilar eru skráðir með starfsemi í Vestmannaeyjum. 266 lögaðilar eru skráðir með starfsmenn í Vestmannaeyjum, eða 31,6% lögaðila. 

Í nóvember 2016 voru 53 aðilar skráðir atvinnulausir í Vestmannaeyjum. 22 Karlar og 31 kona. Hlutfall atvinnuleysis er því 2,2%. Í lok janúar 2015 voru 269 einstaklingar á örorkubótum í Vestmannaeyjum, með 10% - 75% örorku, sumt af þessu fólki vinnur hlutastarf. Á Íslandi er 9,0% örorkuhlutfall en í Vestmannaeyjum er örorkuhlutfallið 9,6%. 

Fólk með erlendan ríkisborgararétt er 7,2% íbúa Vestmannaeyja og frá 32 þjóðríkjum. Einstaklingar með pólskt ríkisfang eru 60% þeirra. 

Sjávarútvegur er lang stærsta atvinnugreinin í Vestmannaeyjum, þar eru 739. Af þessum stöðugildum eru 274 sjómenn (43%), 379 í fiskvinnslu (46%) og 86 í yfirstjórn og stoðkerfi innan sjávarútvegsfyrirtækjanna (10%). Ætla má að um 900 manns vinni við útgerð og fiskvinnslu á mestu álagstímum í veiðum og vinnslu. 

Ferðaþjónusta hefur vaxið verulega á seinustu árum og við hótel og veitingarekstur eru þar nú um 103 stöðugildi. Árið 2007 voru þau 31 stöðugildi. Vöxturinn er því 232%. 

Bæjarráð þakkaði kynninguna, segir í fundargerð ráðsins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.