Olís-deild karla:

Selfyssingar í heimsókn - koma með Herjólfi

6.Febrúar'17 | 13:35

Í kvöld tekur lið ÍBV á móti Selfyssingum í Olís-deild karla. Víst er að leikurinn verður þar sem að Selfyssingar skelltu sér í Herjólf. Leikurinn hefst kl. 19.30 og verður leikið í gamla salnum. Á facebook-síðu ÍBV er orðsending til stuðningsmanna vegna þeirrar ákvörðunar að leika í gamla salnum.

„Kæri Stuðningsmaður.

Handknattleiksráð ÍBV hefur orðið vart við óánægju stuðningsmanna okkar að leika í gamla salnum, að aðstaða fyrir áhorfendur sé mjög slæm þar.

Þar sem gólfið í nýja salnum er ekki boðlegt sjáum við okkur ekki fært að spila leiki í salnum. Við getum hvorki boðið okkar leikmönnum eða gestaliðum upp á þessar aðstæður. Líftími dúksins er lönguliðin.

Handboltaráð harmar þetta þar sem aðstaða fyrir áhorfendur er miklu betri í “nýja salnum”. Við vinnum að lausn sem gæti hentað öllum.

Við vonum að stuðningsmenn liðsins sýni þessu skilning en haldi samt áfram að styðja liðin okkar til sigurs.

Handknattleiksráð ÍBV."

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%