Dagbók lögreglunnar:

Ein líkamsárás kærð til lögreglu

6.Febrúar'17 | 16:08

Lögreglan hafði í ýmsu að snúast í liðinni viku vegna hinna ýmsu mála sem rötuðu inn á borð. Skemmtanahald helgarinnar gekk með ágætum og engin alvarleg mál sem upp komu.

Ein líkamsárás var kærð til lögreglu í liðinni viku en þarna hafði orðið ósætti á milli tveggja manna á einu á öldurhúsum bæjarins sem endaði með því að annar sló hinn þannig að sá sem fyrir árásinni varð þurfti að leita til læknis.  Ekki er um alvarlega áverka að ræða.

Einn fékk að gista fangageymslur lögreglu í vikunni en hann hafði verið til óþurftar á einu af öldurhúsum bæjarins sökum ölvunar og fékk að sofa úr sér á lögreglustöðinni.

Alls liggja fyrir fjórar kærur vegna brota á umferðarlögum eftir vikuna en um er að ræða vanrækslu á notkun öryggisbeltis í akstri, notkun farsíma við akstur og ólöglega lagningu ökutækis, segir í vikuyfirliti lögreglunnar í Vestmannaeyjum.

 

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.