Bæjarstjórn Vestmannaeyja:

Samþykkt að fresta enn frekar undirritun friðlýsingar

Bæjarstjórn hefur vegið og metið ábendingar með það að leiðarljósi að haga störfum sínum í sem mestri sátt við umbjóðendur sína.

28.Janúar'17 | 09:42

Undirritun friðlýsingar var frestað

Friðlýsing búsvæðis sjófugla í Vestmannaeyjum var til umræðu á fundi bæjarstjórnar á fimmtudaginn. Á fundi bæjarstjórnar þann 26. maí sl. samþykkti bæjarstjórn með fjórum atkvæðum gegn þremur friðlýsingu búsvæðis sjófugla í Vestmannaeyjum. 

Í kjölfar samþykktarinnar bar nokkuð á ábendingum frá bæði almennum bæjarbúum og hagsmunaðilum svo sem bjargveiðimönnum um að málið hafi að mati viðkomandi ekki verið nægilega kynnt og forsendur og markmið því óljós, segir í ályktun bæjarstjórnar.
 
Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur síðan þá vegið og metið ábendingar með það að leiðarljósi að haga störfum sínum í sem mestri sátt við umbjóðendur sína.
 
Með það að leiðarlósi samþykkir bæjarstjórn að fresta enn frekar undirritun friðlýsingar og óska eftir því að Þekkingarsetur Vestmannaeyja og Náttúrustofa Suðurlands taki að sér kynningu á friðlýsingu og öflun frekari upplýsinga og afstöðu bæjarbúa og hagsmunaðila svo sem félagi bjargveiðimanna.
 
Ályktunin var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.
 
Bókun:
Undirritaðir bæjarfulltrúar sem greiddu atkvæði með friðlýsingu fagna því að málinu skuli vísað til frekari úrvinnslu og vilja eindregið vinna það í sátt við bæjarbúa og hagsmunaðila. Eftir sem áður ítreka þeir afstöðu sína og telja mikilvægt að markmið firðlýsingarinnar um að varðveita markvist náttúrulegt ástand mikilvægra fuglabyggða náist enda eru hefðbundnar nytjar svo sem lausaganga búfjár og veiðar á villtum fuglum heimilar og óskertar.
 
Páll Marvin Jónsson
Hildur Sólveig Sigurðardóttir
Trausti Hjaltason
Auður Ósk Vilhjálmsdóttir
 
Bókunin var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.
   
Bókun:
Undirritaðir bæjarfulltrúar sem greiddu atkvæði gegn friðlýsingu lýsa ánægju sinni með að málinu skuli vísað til frekari kynningar og samráðs og telja líklegt að gera megi breytingar sem sætt geta sjónarmið til að mynda með því að inn í forsendur hennar verði byggður einhliða réttur Vestmannaeyjabæjar til að segja sig frá friðlýsingunni ef slíkur ágreiningur kann að koma upp.
 
Elliði Vignisson
Birna Þórsdóttir
Stefán Óskar Jónasson

Bókunin var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.
 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.