Ari Trausti Guðmundsson:

Spyr um kostnað við sjúkraflug og fæðingarþjónustu í Eyjum

27.Janúar'17 | 06:35
sjukraflug

108 sjúkraflug voru farin til og frá Vestmannaeyjum í fyrra.

Ari Trausti Guðmundsson nýr þingmaður Vinsti-grænna hefur sent fyrirspurn til Óttars Proppé heilbrigðisráðherra um kostnað við sjúkraflug og fæðingarþjónustu í Vestmannaeyjum.

Spurningar Ara Trausta eru þessar:                   

     1.      Hver var heildarkostnaður við þau 108 sjúkraflug sem farin voru til og frá Vestmannaeyjum árið 2016 samkvæmt upplýsingum ISAVIA. Í svarinu óskast tilgreindur a) kostnaður vegna flugs með barnshafandi konur, b) kostnaður vegna alls sjúkraflugs Mýflugs, c) kostnaður vegna þyrluflugs Landhelgisgæslunnar. 
     2.      Hver er meðalkostnaður eins sjúkraflugs miðað við öll sjúkraflug ársins 2016, hvaðanæva á landinu? 
     3.      Hve stór hluti sjúkraflugs ársins 2016 var vegna barnsfæðinga kvenna sem búsettar eru í Vestmannaeyjum? 
     4.      Hvernig hyggst heilbrigðisráðherra bregðast við því að fjölmargar fjölskyldur þurfa að bera kostnað vegna röskunar á högum þeirra sem stafar af því að flytja þarf konur frá Vestmannaeyjum úr byggðarlaginu en þessu fylgir jafnan bæði ferða- og búsetukostnaður. 
     5.      Hyggst heilbrigðisráðherra gera Vestmannaeyingum kleift að sækja fæðingarþjónustu til sjúkrahússins í Vestmannaeyjum og þá hvenær? 
 

Ari Trausti Guðmundsson

Ari Trausti Guðmundsson

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is