Páll með dýrustu prófkjörsbaráttuna

27.Janúar'17 | 10:49

Próf­kjörs­bar­átta Páls Magn­ús­son­ar, odd­vita Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Suð­ur­kjör­dæmi, kost­aði ríf­lega 3,4 millj­ónir króna. Þetta kemur fram í upp­gjöri sem Páll hefur skilað Rík­is­end­ur­skoð­un, en hann er fimmt­ándi fram­bjóð­andi flokks­ins sem skilar slíku upp­gjöri til Rík­is­end­ur­skoð­un­ar. 

Fram­boð Páls var það dýrasta af þeim sem skilað hafa upp­lýs­ing­um, en næst á eftir honum voru Áslaug Arna Sig­ur­björns­dóttir og Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, sem bæði vörðu um 2,9 millj­ónum króna í sín fram­boð. Kjarninn greinir frá.

Páll lagði sjálfur fram tæp­lega 570 þús­und krónur í fram­boð­ið, og hann fékk fram­lög frá tíu ein­stak­lingum upp á 640 þús­und til við­bót­ar. Þá fékk hann fram­lög frá tólf fyr­ir­tækjum upp á 2.225.000 krón­ur. Hæsta fram­lagið kom frá Brekku­húsum ehf., 400 þús­und, en önnur fram­lög voru frá Dal­borg, End­ur­skoðun og ráð­gjöf, Fastus, Faxa, Fram­herja, Gunn­ari Leifs­syni ehf., ISAM, Ísfé­lagi Vest­manna­eyja, Siglu, Skipa­lyft­unni og Vinnslu­stöð­inn­i. 

Níu vörðu yfir millj­ón 

Níu fram­bjóð­endur Sjálf­stæð­is­flokks­ins vörðu yfir milljón í próf­kjörs­bar­átt­una í haust, sam­kvæmt upp­gjör­unum til Rík­is­end­ur­skoð­un­ar. Sem fyrr segir vörðu þau Páll, Áslaug Arna og Guð­laugur Þór mestu. Næstur þar á eftir kom Ásmundur Frið­riks­son, sem lenti í öðru sæti í próf­­kjöri Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins í Suð­­ur­­kjör­­dæmi. Hann fékk fram­lög upp á tæp­­lega 2,7 millj­­ónir króna og fram­­boð hans kost­aði nán­­ast nákvæm­­lega það mik­ið. Hann fékk fjár­­fram­lög frá sex ein­stak­l­ingum upp á 265 þús­und krónur og svo 2,675 millj­­ónir frá 31 fyr­ir­tæki. 

 

Nánar má lesa um málið á Kjarninn.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).