Formaður fræðsluráðs ræðir uppsögnina á samningum við Hjallastefnuna:

Leikskólaplássin verða áfram til staðar

26.Janúar'17 | 11:50

Líkt og Eyjar.net greindi frá í gær hefur Vestmannaeyjabær sagt upp samningi sínum við Hjallastefnuna um rekstur leikskólans Sóla. Hildur Sólveig Sigurðardóttir situr sem formaður fræðsluráðs Vestmannaeyjabæjar, en undir það ráð falla m.a leikskólamál. 

Við sendum Hildi fyrirspurn um hvort uppsögnin hafi verið rædd í ráðinu. „Þar sem öll samningamál bæjarins fara í gegnum bæjarráð þá hefur þetta mál eingöngu fengið þann opinbera feril að fara í gegnum bæjarráð." segir formaður fræðsluráðs.

„Vestmannaeyjabær er einfaldlega að fylgja innkaupareglum og lögum um viðskiptahætti. Bæjarstjóra er falið að taka upp viðræður við Hjalla um forsendur áframhaldandi viðskipta og samvinnu." segir Hildur ennfremur.

Kostnaður við þjónustuna hefur aukist

Hún segir að almenn ánægja hafi verið með þjónustu Hjalla en staðreyndin er sú að hún hefur hækkað og því hefur kostnaður við þjónustuna aukist fyrir sveitarfélagið. Nú munu fara fram viðræður um framhaldið og vonandi næst lausn sem allir geta verið sáttir við. Hver svo sem niðurstaðan verður úr þeim viðræðum þá verða leikskólaplássin áfram til staðar og Vestmannaeyjabær mun leggja sig áfram mikið fram við að veita barnafólki góða þjónustu. 

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.