Ný ferja – teljum bílana aftur!

73 smábílar = 66 meðalstórir bílar

Verum raunhæf í öllum útreikningum

26.Janúar'17 | 09:13
bilar_i_herjolf

Beðið eftir að komast um borð í Landeyjahöfn. Ekki eru eingöngu smábílar sem fara um borð líkt og myndin sýnir.

Í gær sendi Elliði Vignisson bæjarstjóri frá sér grein þar sem sett er út á þær teikningar sem fyldu með frétt Vegagerðarinnar við undirskrift smíðasamnings á nýrri Vestmannaeyjaferju.

Í grein Elliða var birt teikning af bíldekkinu með ökutækjum einvörðungu. En á teikningu sem fylgdi með í plaggi Vegagerðarinnar voru 5 vagnar um borð auk 47 bifreiða.

Eyjar.net setti sig í samband við aðila sem sæti á í smíðanefndinni til að fá nánari upplýsingar. Hann vísaði málinu á Jóhannes Jóhannesson sem er ráðgjafi Vegagerðarinnar við smíði skipsins.

Bílarnir á teikningu eru 4,2 metrar

Í svari Jóhannesar er varðar við hvaða stærðir er miðað á bifreiðum á teikningunum segir hann orðrétt:

Stærðir á bílum er það sem er kallað “standard personal car unit” og er 4,2 m i lengd og með 0,3 m á milli.“

Lengdarmetrarnir á bíladekkjum nýrrar ferju eru nákvæmlega 329 metrar.

73 smábílar

Samkvæmt þessari formúlu má koma 73 bílum um borð í skipið. En það yrðu að vera svokallaðir smábílar.

Lítum nú á dæmi um hvaða bílar falla þarna undir.

Ef að við skoðum t.d. Toyota þá er lengd þeirra, samkvæmt því sem gefið er upp í tæknilegum upplýsingum um þá bíla á netinu hjá umboðinu.:

  • Yaris 3,95 m
  • Corolla 4,62 m
  • RAV 4,605 m
  • Land Cruiser (styttri gerð) 4,78 m.

Ef að við reiknum með 15 cm framan og einnig aftan við hvern bíl líkt og Jóhannes gerir, þá kæmust 66 Corolla bílar í skipið, miðað við að hver cm af akreinum sé nýttur.

Sérfræðingur sem Eyjar.net ræddi við segist efast stórlega um að meðalbíll í Herjólfi sé minni en Toyota Corolla. Það hefði því verið réttara að miða við meðalstóran bíl til að valda ekki notendum nýju ferjunnar vonbrigðum þegar að sá dagur rennur upp að við förum að ferðast með henni og fólk fer að upplifa sig á biðlistum áfram.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.