Fjárlög 2017

Náttúrustofu Suðurlands vantar viðbótarfjármagn

svo að hægt sé að halda uppi starfsemi samkvæmt fjárhagsáætlun.

25.Janúar'17 | 17:35

Mynd: Úr safni.

Farið var yfir framlög til Náttúrustofu Suðurlands (NS) frá ríki og Vestmannaeyjabæ 2017 á fundi stjórnar Náttúrustofu Suðurlands. Fyrir liggur fyrir að í nýsamþykktum fjárlögum ríkisins fyrir 2017 er framlag til NS kr. 17,3 milljónir.

Í drögun að fjárhagsáætlun NS  2017 er reiknað  fyrir 19,1 millj. kr. af fjárlögum  eða óbreyttri upphæð frá árinu 2016. Samkvæmt upplýsingum frá Ingvari  forstöðumanni NS munu forstöðumenn náttúrustofa funda með nýjum  umhverfisráðherra á næstunni  í þeim tilgangi að fá aukaframlag  vegna 2017 af sérstökum lið líkt og gert var á síðasta ári.

Að óbreyttu þýðir þetta lækkun  um 1,8 milljón kr. frá ríki til NS ásamt því að framlag Vestmannaeyjabæjar sem er 30% af ríkisframlaginu lækkar um kr. 500 þúsund.  Þetta þýðir lækkun um 2,3 milljónir.  Það er því mikilvægt að viðbótarframlagið fáist svo að hægt sé að halda uppi starfsemi samkvæmt fjárhagsáætlun, segir í fundargerð stjórnar NS.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.