Arn­ar G. Hjalta­lín, for­maður Dríf­anda:

Kvíðir næstu mánaðarmótum

Kjaradeilur sjómanna og útgerðarfélaga hafa víðtæk efnahagsleg áhrif

24.Janúar'17 | 10:28

„Þetta er bara að versna og ég kvíð­i ­fyrir mán­aða­mót­un­um,“ segir Arn­ar G. Hjalta­lín, for­maður stétt­ar­fé­lags­ins Dríf­anda í Vest­manna­eyj­um, í við­tali við Morg­un­blaðið í dag um þá alvar­legu stöðu sem fisk­vinnslu­fólk er í vegna vinnslu­stöðv­un­ar í verk­falli sjó­manna. 

Eins og fram kom í fréttum í gær þá slitn­aði upp úr við­ræð­u­m ­samn­inga­nefnda sjó­manna og útvegs­manna. ­Boðað hafði verið til­ sátta­fundar upp úr hádegi en við­ræð­unum var slitið eftir rúm­lega t­veggja tíma fund. Ekki hefur verið boðað til fundar á nýjan leik og lausn á deil­unni er ekki í sjón­máli. Í Vest­manna­eyjum eru nú tæp­lega 300 manns sem starfa við fisk­vinnslu komnir á atvinnu­leys­is­bæt­ur og hefur þeim fjölgað eftir því sem liðið hefur á mán­uð­inn, að því er fram kemur í Morg­un­blað­inu

Arnar seg­ir að einnig sé hópur fólks eða nálægt 20 manns sem ekki eigi rétt á bót­u­m og auk þess þekki hann dæmi um ein­stak­linga sem skrái sig ekki atvinnu­lausa því þeir vilji ekki þiggja bæt­ur. ,,Tvö fyr­ir­tæki hér hafa lof­að því að þeim sem hjá þeim vinna en eiga ekki rétt á bótum verði bætt það ­upp en fólk er engu að síður að tapa al­veg rosa­lega miklu vegna þessa,“ ­segir hann við Morg­un­blað­ið. „Fólk tekur þessu með­ ­jafn­að­ar­geði en eftir því sem lengra líður verður ástandið verra,“ seg­ir hann í við­tal­inu við Morg­un­blað­ið. 

Þá segir í umfjölluninni að í sein­ustu viku hafi fisk­vinnslu­fólki fjölgað á atvinnu­leys­is­skrá um hund­rað og var heild­ar­fjöld­i um­sókna um skrán­ingu á atvinnu­leys­is­skrána kom­inn í 1.440. ­Starfs­fólk í fisk­vinnslu, sem sag­t hefur verið upp og hefur sótt um ­skrán­ingu á atvinnu­leys­is­skrá, ­skipt­ist þannig að konur eru held­ur fleiri en karlar eða 737 tals­ins en karl­arnir eru 703. Í yfir­lýs­ingu frá Sam­tökum fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi kemur fram að það séu sjó­menn sem séu að víkj­ast undan ábyrgð, með því að gangi frá samn­ings­borði. Þessu vísar samn­inga­nefnd sjó­manna á bug og segir að nú sé full­reynt að sinni að ná samn­ing­um. Sjó­menn muni ekki láta kúga sig.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.