Viðbragðsáætlun vegna eldgoss í Vestmannaeyjum

23.Janúar'17 | 13:59

Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum, Almannavarnanefnd Vestmannaeyja og Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra upplýsa með ánægju að vinnu við Viðbragðsáætlun vegna eldgoss í Vestmannaeyjum er nú lokið og hefur áætlunin verið undirrituð. 

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Páleyju Borgþórsdóttir, lögreglustjóra.

Ennfremur segir í tilkynningunni að viðbragðsáætlunin sé birt á vef almannavarna í dag þann 23. janúar 2017 á slóðinni almannavarnir.is þegar 44 ár eru frá því að eldgos hófst á Heimaey. Í áætluninni eru upplýsingar um sögu, staðhætti og innviði samfélagsins. Allir viðbragðsaðilar eru tilgreindir og fyrstu verkefni þeirra skilgreind auk stjórnskipulags og samskiptaleiða. Í áætluninni er einnig rýmingaráætlun byggðarinnar þar sem bænum er skipt í fimm svæði auk hafnarsvæðis. Eftir birtingu áætlunarinnar getur hún tekið breytingum í takt við þróun samfélagsins, nýjar upplýsingar og áhættumat eins og eðlilegt er.

Lögreglustjóri þakkar almannavarnanefnd, viðbragðsaðilum og samstarfsaðilum fyrir gott samstarf við gerð hennar. Vestmannaeyingar og aðrir áhugasamir geta nú skoðað áætlunina á netinu og kynnt sér viðbragð og skipulag samkvæmt henni.

 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is