Skipasmíðastöðin sem smíðar nýjan Herjólf notar vinnuþræla

19.Janúar'17 | 14:43
GPM_3680-vegagerd_undirskrift

Frá undirskriftinni. Mynd/Vegagerðin.

Pólska skipasmíðastöðin Crist S.A., sem falið hefur verið að smíða nýja Vestmannaeyjaferju fyrir íslensk stjórnvöld, var staðin að því á síðasta ári að nota vinnuþræla frá Norður-Kóreu. Lifa þeir við bágar aðstæður og þurfa að greiða stóran hluta launa sinna til einræðisstjórnar Kim Jong-un. 

Vegamálastjóri og fulltrúar pólsku skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. skrifuðu undir samning um smíði nýrrar ferju í gær og verður hún afhent sumarið 2018. „Ríkiskaup og Vegagerðin hafa engar haldbærar heimildir um að pólska fyrirtækið Crist hafi orðið uppvíst að brotum sem geta fallið undir skilgreiningu á mansali,“ segir Halldór Sigurðsson, forstjóri Ríkiskaupa, í svari til Stundarinnar.

Sigurður Áss Grétarsson, framkvæmdastjóri siglingasviðs Vegagerðarinnar, hefur óskað eftir að Crist verði krafist skýringu á þessu og hvernig þetta samræmist yfirlýsingu þeirra til íslenskra stjórnvalda. „Auk þess hef ég farið fram að þeir verði spurðir hversu margir frá Norður Kóreu vinni hjá þeim,“ segir hann í svari til Stundarinnar.

 

Nánar má lesa um málið á Stundin.is.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.