Sigríður Lára íþróttamaður Vestmannaeyja

Felix Friðriksson íþróttamaður æskunnar

19.Janúar'17 | 08:52
sisi_lara_eyjar_net

Myndir/ÍBV

Í gær var greint frá hver var kjörinn íþróttamaður Vestmannaeyja, íþróttamaður æskunnar auk þess sem fjöldi annara viðurkenninga var veittur á íþróttahátið héraðssambands ÍBV.  

Knattspyrnukonan Sigríður Lára Garðarsdóttir var valin íþróttamaður Vestmannaeyja. Sísí Lára er afburðar íþróttakona sem lagði stund á margar íþróttagreinar á sínum yngri árum. Hún æfði bæði knattspyrnu og handknattleik auk þess sem hún var inná golfvelli þess á milli. Sísí Lára lék sinn fyrsta A-landsleik á síðasta ári. 

Knattspyrnumaðurinn Felix Örn Friðriksson var valinn íþróttamaður æskunnar. Hann hefur staðið sig með sóma og lék með meistaraflokki ÍBV í sumar og til að mynda var hann í byrjunarliðinu í úrslitaleik Borgunarbikarsins. Felix lék sinn fyrsta leik með meistaraflokki ÍBV árið 2015 þá aðeins 16 ára gamall. Þá hefur hann leikið með ungmennalandsliðum Íslands. Flottur strákur sem vert er að fylgjast með í framtíðinni.

Hamingjuóskir til allra þeirra sem fengu verðlaun og viðurkenningar á hátíðinni í gær.

Sex voru tilnefndir til Íþróttamanns æskunnar. 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.