Forseti bæjarstjórnar ræðir um næstu skref í samgöngumálum við Eyjar.net

Munum áfram gera þá kröfu að Herjólfur verði til taks fyrst um sinn

19.Janúar'17 | 13:34
undirritun_smidi_ferju_2017_irr

Hildur Sólveig vottar hér samninginn. Mynd/Innanríkisráðuneytið.

Hildur Sólveig Sigurðardóttir, forseti bæjarstjórnar var á þriðjudaginn viðstödd undirskrift á samning við skipasmíðastöðina Crist S.A. um smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju. Hildur Sólveig segir í samtali við Eyjar.net að hún hafi kvittað undir samniginn sem vitundarvottur.

„Mitt hlutverk við samningaborðið var eingöngu það að vera vitundarvottur að undirskrift nýsmíðasamningsins. Vestmannaeyjabær er bara eins og liggur í hlutarins eðli hagsmunaaðili en ber enga fjárhagslegar ábyrgðar né skyldur hvað samninginn varðar." segir Hildur Sólveig.

Ekki tryggt að núverandi ferja verði til taks 

Aðspurð segir forseti bæjarstjórnar hvað varðar Herjólf og að hann verði til taks eftir að nýsmíðin kemur þá er það ekki tryggt en Vestmannaeyjabær mun áfram gera þá kröfu að Herjólfur verði til taks fyrst um sinn, a.m.k. á meðan að nýja ferjan er að slíta barnskónum því eins og reynslan hefur sýnt okkur t.d. af nýsmíðum í sjávarútveginum að þá geta alltaf komið upp byrjunarörðugleikar.

Krafa um að smíðatími ferjunnar verði nýttur í lagfæringu á Landeyjahöfn

„Hins vegar verður það áfram eins og hefur verið áður að Vestmannaeyjabær gerir kröfu um að smíðatími ferjunnar verði nýttur í lagfæringu á Landeyjahöfn þannig að tryggð verði hámarksnýting nýju ferjunnar í samgöngum við Vestmannaeyjar um Landeyjahöfn." segir Hildur.

Þar sem það þarf væntanlega að fara  í framkvæmdir á þessu ári eða í síðasta lagi í upphafi næsta árs ef nýta á smíðatímann í lagfæringar lék okkur forvitni á að vita hvort búið sé að tryggja fjármagn til rannsókna og framkvæmda í og við Landeyjahöfn, til að mynda í nýsamþykktum fjárlögum?

Hildur Sólveig segist vita að það sé til fjármagn í ár vegna fyrirbyggjandi aðgerða vegna sandfoks og einhverra aðgerða til að draga úr óróleika innan hafnar sem hefur verið að valda skipstjórunum vandræðum, svo skilst mér að það sé til fjármagn vegna frekari athugana á leiðum til að koma veg fyrir að aldan brotni á hafnarmynninu.

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.