Samið um smíði ferju til siglinga í Landeyjahöfn

17.Janúar'17 | 18:52
undirritun_smidi_ferju_2017_irr

Frá undirrituninni í dag. Mynd/Innanríkisráðuneytið.

Skrifað var í dag undir samninga um smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju við pólsku skipasmíðastöðina Crist í húsnæði Vegagerðarinnar. Gert er ráð fyrir að ferjan geti hafið siglingar uppúr miðju ári 2018. Undir samninginn skrifuðu fulltrúar skipasmíðastöðvarinnar, Vegagerðarinnar, Vestmannaeyjabæjar, Ríkiskaupa og innanríkisráðuneytis.

Samið var við pólsku skipasmíðastöðina Crist að loknu útboði sem Ríkiskaup annaðist. Að teknu tilliti til allra þátta reyndist tilboð þeirra hagstæðast eftir að norsk skipasmíðastöð féll frá sínu tilboði. Nýja ferjan mun rista mun grynnra en Herjólfur og þannig geta siglt mun oftar í Landeyjahöfn. Skipasmíðastöðin mun nú þegar hefjast handa við smíðina sem ljúka á sumarið 2018, eða 20. júní samkvæmt samningnum. Hjá Crist S.A. starfa um 1.500 manns og hefur skipasmíðastöðin áður smíðað fyrir íslensk fyrirtæki.

Undir samninginn skrifuðu, frá vinstri: Sigurður Áss Grétarsson, framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni, Hildur Sólveig Sigurðardóttir, forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja, Radoslaw Pallach og Romuald Teperski, framkvæmdastjórar hjá pólsku skipasmíðastöðinni, Hreinn Haraldsson vegamálastjóri, Halldór Ó. Sigurðsson, forstjóri Ríkiskaupa, og Sigurbergur Björnsson, skrifstofustjóri hjá innanríkisráðuneytinu.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.