Umhverfis- og skipulagsráð:

Niðurrif á Strandvegi 26 samþykkt

17.Janúar'17 | 14:59
st_26

Yfirlitsmynd yfir hvað á að rífa af Strandvegi 26.

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í gær var samþykkt umsókn Ísfélags Vestmannaeyja um niðurrif á húsnæði Ísfélagsins að Strandvegi 26. Á meðfylgjandi yfirlitsmynd sést þó að boginn og vesturhliðin eiga að halda sér.

Bókun ráðsins hljóðar svo:

Strandvegur 26. Umsókn um niðurrif.
Örvar Arnarson f.h. Ísfélags Vestmannaeyja sækir um niðurrif á húsnæði Ísfélagsins að Strandveg 26.
 
Ráðið heimilar niðurrif húsnæðis en gerir kröfur um að frágangur sé viðunandi og öryggis-og heilbrigðis kröfum sé fylgt.
Framkvæmdaleyfisgjald kr. 27.151 sbr. gjaldskrá nr. 117/2010.
Afgreiðsla þessi er skv. reglugerð nr. 772/2012.

 

 

 

Þessu tengt: 

Þrír sýndu Ísfélagsreit áhuga

Bæjaryfirvöld vilja halda boganum

Áfram unnið með tillögu Steina og Olla

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.