Yfirlýsing frá fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Eyjum

Vilji kjósenda flokksins í kjördæminu hunsaður

Sanngjarnt og eðlilegt að þingmönnum í forystu flokksins í Suðurkjördæmi séu tryggð formennska í veigamiklum nefndum Alþingis

14.Janúar'17 | 17:50
Pall Magnusson Vestmaneyar

Páll Magnússon, alþingismaður og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi

„Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum lýsir yfir miklum vonbrigðum með að gengið hafi verið framhjá oddvita flokksins í Suðurkjördæmi, Páli Magnússyni alþingismanni þegar kom að því að leggja fram tillögu að ráðherraefnum flokksins í nýja ríkisstjórn."

Þetta segir í ályktun frá fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum sem samþykkt var einróma á fundi fyrr í dag. Ennfremur segir í ályktuninni:  

„Þetta er ekki síst alvarlegt þar sem sex ráðherraembætti komu í hlut Sjálfstæðisflokksins. Með þessari framgöngu er horft framhjá lýðræðislegri niðurstöðu fjölmenns prófkjörs í Suðurkjördæmi til að stilla upp lista og glæsilegum kosningasigri í kjördæminu í alþingiskosningunum 29. október sl. Með þessum vinnubrögðum er vilji kjósenda flokksins í kjördæminu hunsaður.

Sú staðreynd að eingöngu þrír af ellefu ráðherrum núverandi ríkisstjórnar koma úr landsbyggðarkjördæmum, og þar af enginn úr Suðurkjördæmi, gefur tilefni til að gera alvarlegar athugasemdir við valið.

Í ljósi þess hversu öflugt starf er unnið undir merkjum Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu er sanngjarnt og eðlilegt að þingmönnum í forystu flokksins í Suðurkjördæmi séu tryggð formennska í veigamiklum nefndum Alþingis." 

Þrátt fyrir ofangreint lýsir fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum yfir ánægju sinni með myndun ríkisstjórnar undir forystu Sjálfstæðisflokksins."

 

Tengd frétt.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).