Stofnframlög samþykkt til bygginga á íbúðum fyrir aldraða og fatlaða

14.Janúar'17 | 15:18

Stofnframlög ríkisins til byggingar eða kaupa á almennum íbúðum voru til umræðu á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í vikunni. 

Í bókun ráðsins segir að á 3036. fundi bæjarráðs, sem haldinn var í lok október í fyrra fól bæjarráð bæjarstjóra að sækja um stofnframlag til bygginga á íbúðum fyrir annarsvegar aldraða og hinsvegar fatlaða. 

Umsókn var í framhaldinu skilað inn og úthlutundarnefnd hefur yfirfarið umsóknina. Niðurstaða nefndarinnar var að samþykkja svohljóðandi styrkveitingu: 

Samþykkt stofnframlag til bygginga á 4 til 6 íbúðum fyrir fatlaða: 40.341.392 kr. eða 25,9% af áætluðum stofnkostnaði. 

Samþykkt stofnframlag til bygginga á 5 þjónustuíbúðum fyrir aldraða við Eyjahraun: 24.913.280 eða 21,5% af áætluðum stofnkostnaði. 

Bæjarráð fagnar niðurstöðunni og fól bæjarstjóra að ganga til þeirra verka sem nauðsynleg eru til að undirbúa framkvæmdir.

 

 

   

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is