Stjórnmál:

Enginn úr Suðurkjördæmi í nýrri ríkisstjórn

Unnur Brá verður forseti Alþingis

10.Janúar'17 | 22:39
sjallar.rikisstj_2017_twittwe_xd_cr

Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins. Mynd/twittersíða Sjálfstæðisflokksins.

Formenn flokkana sem mynda munu næstu ríkisstjórn Íslands hafa nú sýnt á spilin er varðar ráðherra og forseta Alþingis. Suðurkjördæmi á ekki fulltrúa í nýrri ríkisstjórn en forseti Alþingis verður Unnur Brá Konráðsdóttir, sem skipaði fjórða sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.

Þingflokkar flokkanna samþykktu ráðherralistana í kvöld. Ríkisstjórnina skipa: 

Sjálfstæðisflokkurinn

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra. 
Jón Gunnarsson, samgöngu-, byggða- og sveitarstjórnarmál í innanríkisráðuneytinu.
Kristján Þór Júlíusson, menntamálaráðherra. 
Þórdís Kolbrún Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar.

Viðreisn

Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra. 
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Þorsteinn Víglundsson, félagsmála- og jafnréttisráðherra.

Björt framtíð

Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra. 
Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra.

bjarni-ben_2

Bjarni Benediktsson verður forsætisráðherra.

unnur_bra

Unnur Brá Konráðsdóttir verður forseti þingsins.

IMG_7799-002

Páll Magnússon er fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.