Fiskihafnir tapa milljónum á sjómannaverkfalli

9.Janúar'17 | 22:05
IMG_6948

Vestmannaeyjahöfn.

Fiskihafnir víða um land sjá fram á verulegt tekjutap vegna sjómannverkfallsins. Aflagjöld hafa ekki skilað sér vikum saman og á sumum stöðum skipta töpuð aflagjöld milljónum. Þess er vænst að hluti þessarra tekna skili sér síðar á fiskveiðiárinu.

Sjómannaverkfallið hefur nú staðið í tæpan mánuð. Lítil sem engin skipaumferð er í heimahöfnum margra fiskiskipa sem verkfallið nær til og sáralítill afli kemur þar á land. Andrés Þ. Sigurðsson, yfirhafnsögumaður í Vestmannaeyjahöfn segir mjög rólegt við höfnina þessa dagana. Ruv.is greinir frá.

Aflagjöldin einna stærsti pósturinn í rekstri hafnarinnar

Margar hafnir byggja tekjur sínar að stórum hluta á aflagjöldum úr hverri löndum hjá togurum og stærri fiskiskipum. Og þegar ekkert er róið koma engin aflagjöld. „Nei, það eru náttúrulega engin aflagjöld að koma inn,“ segir Andrés. „Þau eru einna stærsti pósturinn í rekstri hafnarinnar.“ Hann segir erfitt að áætla aflagjöldin í Vestmannaeyjum nákvæmlega en þau skipti miljónum á mánaðartíma. Á Ísafirði er áætlað að tekjutapið sé um 3 milljónir og á Dalvík áætlar yfirhafnarvörðurinn að höfnin hafi séð af minnst fjórum milljónum í aflagjöld í verkfallinu.

Telur að þetta muni valda skaða til lengri tíma

En menn vonast til að síðar á fiskveiðárinu náist að veiða þann fisk sem ekki skilar sér í verkfallinu. Andrés segir þó ekki sjálfgefið að það náist að vinna upp töpuð aflagjöld. „Þetta er alltaf slæmt, því það er mikið betra að það sé jafnari veiði, heldur en einhverjir toppar og svo alveg dautt á milli. En sannarlega þá mun þetta skaða okkur til lengri tíma.“

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.