Ragnar Óskarsson skrifar:

Horft af bæjarhólnum

5.Janúar'17 | 14:59

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins brá sér upp á bæjarhólinn sinn rétt fyrir  áramótin,  skyggndist um og lagði mat á stöðuna í þjóðlífinu.  Á Gamlársdag mætti hann síðan í þáttinn Kryddsíld og gerði grein fyri því hvers hann hefði orðið vísari með sjálfum sér þarna á bæjarhólnum.  

Niðurstaðan var einföld.  Á Íslandi er allt í svo góð lagi að „það þarf geðveiki til að sjá ekki hvað ástandið er gott,“  svo notuð séu hans óbreyttu orð.

         Á sama tíma og Bjarni mælir þessi orð er fróðlegt að skoða eftirfarandi aðstæður á Íslandi:

  • Heilbrigðisþjónustan í landinu er á heljarþröm og komin að fótum fram vegna fjársveltis. Þetta þekkjum við vel hér í Vestmannaeyjum.
  • Samgöngukerfið er fjársvelt, vegir víða ónýtir og viðhaldi ekki sinnt vegna fjársveltis, hvað þá að lagt sé í nauðsynlegar nýframkvæmdir.
  • Landhelgisgæslan er að miklu leyti óvirk vegna niðurskurðar. Öryggismál sjómanna og reyndar landsmanna allra eru þar með í molum.
  • Menntakerfi landsins er í megnasta ólestri, skólar fjársveltir og uppbyggingu er ekki sinnt.
  • Geysileg ólga er á vinnumarkaðinum. Sjómenn eru í verkfalli og fara fram á sanngjörn skipti.
  • Lífeyrismál landsmanna eru í uppnámi.

Þannig mætti áfram telja. En Bjarni sér ekki þessar aðstæður þegar hann litast um af  bæjarhólnum sínum.  Hann getur því sannarlega glaðst með sjálfum sér og sínum. Hann getur glaðst yfir því að þeir sem eiga ómælda peninga þurfi ekki óttast að þeir verði notaðir til að standa straum af  umbótum í landinu svo sem á þeim sviðum sem hér hafa verið gerð að umtalsefni.

 

                            Ragnar Óskarsson

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.