Þrettándahátíðin hefst á morgun

Dagskrá fram á sunnudag

4.Janúar'17 | 10:20

Um næstu helgi verður sannkölluð vetrarhátíð hér í Eyjum. Hún hefst raunar annað kvöld með Eyjakvöldi Blítt og létt hópsins á Kaffi Kró. Dagskráin nær hámarki á föstudagskvöld er þrettándagleði ÍBV verður haldin. Dagskráin stendur fram á sunnudag og er ýmislegt á boðstólnum.

Dagskrá þrettándagleði 2017

Fimmtudagur 5. janúar

Kl. 21.00 Kaffi kró, Eyjakvöld

Eyjakvöld með Blítt og létt. Gestir verða m.a Sara Renee, Geir Jón, Guðmundur Davíðs og fleiri. Öll innkoman af Eyjakvöldinu rennur til Færeyinga vegna þeirra hamfara sem þar hafa verið.

 

Föstudagur 6. janúar

Kl. 14.30-16.00 Höllin, diskógrímuball Eyverja

Jólasveininn mætir og aðrar fígúrur einnig. Verðlaun verða veitt fyrir búninga og öll börn fá nammipoka frá jólasveininum.

Kl. 16.00-18.00 Einarsstofa, opnun sýningar

Samsýning Ingvars Björns og Odee. Báðir eru þeir þekktir popartlistamenn og hafa sýnt víða um heim.  Frábær fjölskyldusýning þar sem m.a. þrívíddargleraugu verða í boði til að njóta listaverkanna.

Kl. 19.00 Hin eina sanna Þrettándagleði ÍBV og Íslandsbanka

Flugeldasýning, blysför, álfabrenna, jólasveinar, tröll, tónlist og margt fleira. Gangan hefst við Hánna og gengið verður upp Illugagötu, niður Höfðaveg og að malarvellinum þar sem hinar ýmsu kynjaverur heilsa upp á gesti.

  

Laugardagur 7.janúar

Kl. 12.00 - 15.00 Tröllagleði í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja

Fjölskyldan getur komið saman og leikið sér í íþróttasölum undir stjórn íþróttaþjálfara.

Í umsjón Bryndísar Jóhannesdóttur og íþróttafélaganna.

Hlökkum til að sjá sem flesta mæta.

 

Kl. 12.00-17.00 Langur laugardagur í verslunum

Tröllatilboð og álfaafslættir í gangi hjá verslunum og veitingastöðum!

 

Kl. 13.00-16.00 Sagnheimar, Jólasveinar í vanda

Jólasveinarnir hafa notað safnið til að gista þegar veðrið er vont. Nú er Grýla að fara aftur til fjalla með Leppalúða, jólaköttinn og jólasveinana sína. Óþekktarangarnir týndu hinu og þessu á safninu, sem þeir þurfa nauðsynlega að hafa með sér.

Okkur vantar krakkahjálparsveit  til að finna þessa hluti!

Frítt fyrir fullorðna í fylgd með börnum!

 

Sunnudagur 8.janúar

Kl. 13.00 Helgistund í Stafkirkjunni

Sr. Guðmundur Örn fer með hugvekju.

 

 

Hefðbundinn opnunartími á söfnum bæjarins!

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.