Þrettándahátíðin hefst á morgun

Dagskrá fram á sunnudag

4.Janúar'17 | 10:20

Um næstu helgi verður sannkölluð vetrarhátíð hér í Eyjum. Hún hefst raunar annað kvöld með Eyjakvöldi Blítt og létt hópsins á Kaffi Kró. Dagskráin nær hámarki á föstudagskvöld er þrettándagleði ÍBV verður haldin. Dagskráin stendur fram á sunnudag og er ýmislegt á boðstólnum.

Dagskrá þrettándagleði 2017

Fimmtudagur 5. janúar

Kl. 21.00 Kaffi kró, Eyjakvöld

Eyjakvöld með Blítt og létt. Gestir verða m.a Sara Renee, Geir Jón, Guðmundur Davíðs og fleiri. Öll innkoman af Eyjakvöldinu rennur til Færeyinga vegna þeirra hamfara sem þar hafa verið.

 

Föstudagur 6. janúar

Kl. 14.30-16.00 Höllin, diskógrímuball Eyverja

Jólasveininn mætir og aðrar fígúrur einnig. Verðlaun verða veitt fyrir búninga og öll börn fá nammipoka frá jólasveininum.

Kl. 16.00-18.00 Einarsstofa, opnun sýningar

Samsýning Ingvars Björns og Odee. Báðir eru þeir þekktir popartlistamenn og hafa sýnt víða um heim.  Frábær fjölskyldusýning þar sem m.a. þrívíddargleraugu verða í boði til að njóta listaverkanna.

Kl. 19.00 Hin eina sanna Þrettándagleði ÍBV og Íslandsbanka

Flugeldasýning, blysför, álfabrenna, jólasveinar, tröll, tónlist og margt fleira. Gangan hefst við Hánna og gengið verður upp Illugagötu, niður Höfðaveg og að malarvellinum þar sem hinar ýmsu kynjaverur heilsa upp á gesti.

  

Laugardagur 7.janúar

Kl. 12.00 - 15.00 Tröllagleði í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja

Fjölskyldan getur komið saman og leikið sér í íþróttasölum undir stjórn íþróttaþjálfara.

Í umsjón Bryndísar Jóhannesdóttur og íþróttafélaganna.

Hlökkum til að sjá sem flesta mæta.

 

Kl. 12.00-17.00 Langur laugardagur í verslunum

Tröllatilboð og álfaafslættir í gangi hjá verslunum og veitingastöðum!

 

Kl. 13.00-16.00 Sagnheimar, Jólasveinar í vanda

Jólasveinarnir hafa notað safnið til að gista þegar veðrið er vont. Nú er Grýla að fara aftur til fjalla með Leppalúða, jólaköttinn og jólasveinana sína. Óþekktarangarnir týndu hinu og þessu á safninu, sem þeir þurfa nauðsynlega að hafa með sér.

Okkur vantar krakkahjálparsveit  til að finna þessa hluti!

Frítt fyrir fullorðna í fylgd með börnum!

 

Sunnudagur 8.janúar

Kl. 13.00 Helgistund í Stafkirkjunni

Sr. Guðmundur Örn fer með hugvekju.

 

 

Hefðbundinn opnunartími á söfnum bæjarins!

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).