Lóðaréttindamál

Lögbanni hnekkt í héraðsdómi

4.Janúar'17 | 14:36
heidarvegur_husasmidja

Hér má sjá lóðarmörkin á Heiðarvegi 10.

Í dag féll dómur í Héraðsdómi Suðurlands varðandi lóðaréttindamál að Heiðarvegi 10 og Græðisbraut 1, Vestmannaeyjum.  Aðdragandi málsins er sá að eigandi lóðar að Heiðarvegi 10, Eyja eignir ehf. reisti girðingu við norður og suðurhlið lóðar Heiðarvegs 10.  

Eigandi Græðisbrautar 1, (sem liggur að Heiðarvegi 10) Græðisbraut 1 ehf., taldi uppsetningu girðingar ólögmæta og krafist lögbanns á þær aðgerðir. Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum féllst á þau rök og lagði lögbann við frekari framkvæmdum við girðingu Heiðarvegs 10.  Málið fór til Héraðsdóms Suðurlands eins og skylt er um lögbannsmál og krafðist Græðisbraut 1 ehf., að lögbannið yrði staðfest sem og að viðurkennt væri að Eyja eignum ehf. væri óheimilt að reisa girðingu við lóðarmörk fasteignarinnar Heiðarvegs 10, án leyfis skipulagsyfirvalda Vestmannaeyjabæjar.

Í niðurstöðu Héraðsdóms er fjallað um lóðarréttindi Heiðarvegs 10 og Græðisbrautar 1.  Græðisbraut 1 ehf. taldi sig eiga umferðar- og bílastæðarétt á lóð Eyja eigna ehf.  Héraðsdómur kemst að þeirri niðurstöðu að Eyja eignir ehf. hafi verið grandlaust um meintan rétt Græðisbrautar ehf. varðandi framangreindan umferðar- og bílastæðarétt en fram kom að seljandi Heiðarvegs 10 hafði ekki vitað af meintum rétti Græðisbrautar 1 ehf., þegar að Heiðarvegur 10 var seldur til Eyja eigna ehf.

Þá hélt Græðisbraut 1 ehf. því fram að Eyja eignum ehf. væri ekki heimilt að reisa girðingu án leyfis skipulagsyfirvalda þar sem deiliskipulag væri ekki í gildi á umræddu svæði.  Héraðsdómur féllst ekki á þessi rök Græðisbrautar ehf. og taldi framkvæmdir Eyja eigna ehf. hvað varðar girðingu lóðarinnar ekki hafa verið andstæð skipulagslögum eða byggingarreglugerð.  Þessu til viðbótar hélt Græðisbraut ehf. því fram að seljandi Heiðarvegs 10 hefði ekki haft umboð til að selja eignina til Eyja eigna ehf. en þeirri röksemd var einnig hafnað af héraðsdómi.

Niðurstaða héraðsdóms var því sú að hafnað var staðfestingu lögbannsins auk þess sem staðfest var að Eyja eignir ehf. sé heimilt að girða lóð sína án sérstaks leyfis skipulagsyfirvalda í Vestmannaeyjum í samræmi við 2.3.5. grein byggingarreglugerðar.

Lögbannið mun eigi að síður standa áfram í 3 vikur þrátt fyrir að héraðsdómur hafi synjað því staðfesingar.  Ef málinu er síðan áfrýjað innan þess frests þá stendur lögbannið áfram meðan að það mál er rekið fyrir Hæstarétti.  Hitt er að slík mál eru ávallt rekin á ábyrgð þess sem krefst lögbanns og ef lögbanninu er að lokum hnekkt og sá sem lögbannið snýr að, hefur orðið fyrir fjárhagslegu tjóni vegna þess þá gæti komið til greiðslu skaðabóta vegna slíks tjóns.  Þá þyrfti að reka mál fyrir dómstólum um slíka kröfu sem tekur líklega a.m.k. 1 ár.

Þá var Græðisbraut 1 ehf. dæmt til að greiða Eyja eignum ehf. kr. 1.122.475. í málskostnað.

 

Tengdar fréttir:

Lögregluaðgerðir vegna bílastæðadeilu

Lögbann á uppsetningu girðingar

 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.