Heilbrigðisstofnun Suðurlands:

Byrjar nýtt ár án þess að vera með greiðsluhalla gagnvart Ríkissjóði

1.Janúar'17 | 11:48

Í fyrsta sinn frá sameiningu heilbrigðisstofnanna á Suðurlandi er HSU með heilbrigðan efnahag, rekstrarreikning ársins í jafnvægi og byrjar nýtt ár án þess að vera með greiðsluhalla gagnvart Ríkissjóði. Þetta kemur fram í gamlárspistli forstjóra HSU, Herdísi Gunnarsdóttur - sem hún ritaði til starfsfólks stofnunarinnar á föstudaginn var.

Þá segir forstjórinn að aldrei fyrr hafi HSU þurft að sinna jafn mörgum verkefnum og nú en fjárframlög þessa árs voru í upphafi um 8% undir því sem eldri stofnanir sem tilheyra HSU fengu fyrir hrun árið 2008. 

Slæmar rekstrarhorfur valda alltaf óvissu meðal starfsmanna

„Það hefur því verið vandasamt og tímafrekt verkefni, en algjörlega nauðsynlegt, að velta við hverjum steini í rekstri stofnunarinnar.  Okkur tókst eftir mikinn þrýsting í kostnaðaraukningu á fyrri hluta ársins að stemma stigu við því að í algjört óefni færi í árslok og náðum að koma rekstrinum í jafnvægi, en þó með í farteskinu þann halla sem þegar var til staðar.  Til lengri tíma er það bæði slítandi og erfitt fyrir orðspor stofnunarinnar að stofna til vanskila við viðskiptamenn.  Slæmar rekstrarhorfur valda líka alltaf óvissu meðal starfsmanna og það er slæm staða. Við höfum því ötullega unnið að því að greina rekstararlegar forsendur og gert Velferðarráðuneyti og öðrum hagsmunaðilum viðvart að ekki sé hægt að halda áfram óbreyttum rekstri í heilbrigðisþjónustu á Suðurlandi með óbreytta fjármögnun." segir Herdís.

80 milljónir frá ráðneyti upp í rekstrarhalla ársins 2016 og til tækjakaupa

„Það er því með ánægju að ég get tilkynnt ykkur að sú vinna sem framkvæmdastjórn hefur unnið ötullega að ásamt ykkur öllum hefur skilað sér. Við höfum átt í góðri samvinnu við ráðuneyti og aðra aðila. Nú í árslok barst mér bréf frá Velferðarráðuneyti þess efnis að 80 millj. kr. hafi verið veitt til HSU frá ráðneytinu upp í rekstrarhalla ársins 2016 og jafnframt til tækjakaupa." segir forstjórinn.

Fjárlaganefnd samþykkti auka 150 milljónir 

„Einnig hefur Fjárlaganefnd Alþingis samþykkt að veita aukalega á þessu ári (2016) 150 millj. kr. á sjúkrasvið HSU í samræmi við fjáraukalög 2016 sem samþykkt voru í þinginu nú rétt fyrir jólin. Féð hefur verið nýtt til að greiða upp vanskil síðustu mánaða og greiða kostnað við nýtt röntgentæki á Selfossi. Það er því alveg sérstakt gleðiefni að nú í fyrsta sinn frá sameiningu heilbrigðisstofnanna á Suðurlandi er HSU með heilbrigðan efnahag, rekstrarreikning ársins í jafnvægi og byrjar nýtt ár án þess að vera með greiðsluhalla gagnvart Ríkissjóði."

Geta nú sett enn meiri orku í áframhaldandi faglega uppbyggingu í heilbrigðisþjónustu á Suðurlandi

Herdís endar pistil sinn á að segja að hún þreytist ekki á því að færa starfsfólki HSU þakklæti sitt fyrir einurð, úthald og fagmennsku. Eins færir hún velunnurum öllum sérstakar þakkir fyrir þeirra óeigingjarna starf.

„Ég hlakka til komandi árs og sér í lagi að geta nú sett enn meiri orku í áframhaldandi faglega uppbyggingu í heilbrigðisþjónustu á Suðurlandi. Við getum verið stolt af framlagi okkar til heilbrigðisþjónustunnar" segir Herdís Gunnarsdóttir forstjóri HSU. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.