108 ferðir sjúkravélar til Eyja

árið 2016 - þá eru ótaldar ferðir Gæslunnar með sjúklinga.

31.Desember'16 | 13:58

Í ár hefur Mýflug alls farið í 108 sjúkraflug til Vestmannaeyja samkvæmt heimildum Eyjar.net. Þá hefur vélin nokkrum sinnum þurft frá að hverfa vegna veðurs og hefur þá þyrla Gæslunnar verið kölluð til. Eyjar.net hefur ekki tölur yfir hversu oft Gæslan hefur oft sinnt slíkum útköllum á árinu. 

Samkvæmt sömu heimildum er kostnaður við sjúkraflug Mýflugs með sjúklinga til og frá Eyjum talin nema um 70 - 80 milljónum. Er þá ótalinn kostnaður vegna útkalla þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Þingmaður veltir fyrir sér staðsetningu alls sjúkraflugs á Íslandi

Ásmundur Friðriksson, alþingismaður skrifar pistil um sjúkraflugið á facebook-síðu sína. Við birtum hér hugleiðingar hans: 

„Í fréttum Stöðvar 2 á föstudagskvöld var viðtal við fulltrúa Mýflugs vegna hugmyndar innanríkisráðherra að opna NA-SV-brautina í Keflavík í stað NA-SV braut 06/24 á Reykjavíkurflugvelli sem lokað var sl. sumar með dómi Hæstaréttar.

Í þeirri ótrúlegu baráttu sem landsbyggðin stendur fyrir að halda NA-SV braut 06/24 opinni í Reykjavík með stuðningi þingmanna landsbyggðarinnar og fleiri þingmanna virðist það mál algjörlega komið á endapunkt og enginn skilningur á mikilvægi málsins hjá Reykjavíkurborg. 

Ráðherrann sem vill opna næst besta möguleikann fékk ekki góðar kveðjur frá Mýflugsmanninum í fréttinni því hann sagði að tíminn að flytja sjúkling frá Keflavíkurflugvelli, (25-30 mín.) í stað Reykjavíkurflugvelli (5 mín.) gæti ráðið úrslitum um velferð sjúklings. Ég tek undir það að hver mínúta skiptir máli þegar flytja þarf mikið veikan einstakling í bráðaflutningi með flugi.

Ég velti þá fyrir mér staðsetningu alls sjúkraflugs á Íslandi sem er á Akureyri. Þeir sem búa við þjónustuna frá Mýflugi og búa í Vestmannaeyjum, Höfn eða Ísafirði þurfa kannski ekki að hafa mestar áhyggjur af því hvort lent verði í Keflavík eða Reykjavík. Þeirra áhyggjur beinast að því hvenær sjúkraflugvélin kemur frá Akureyri. Staðreyndin er sú að frá því að sjúkraflug hefur verið pantað þá geta liðið allt að 120 mín. eða tvær klukkustundir þangað til sjúkravélin er komin til Vestmannaeyja og þá á eftir að flytja sjúklinginn til Reykjavíkur sem er 20 mín. til viðbótar eða 27 mín. til Keflavíkur.

Telur fulltrúi Mýflugs ekki ástæðu til að endurskoða staðsetningu sjúkraflugsins, jafnvel fjölga staðsetningum því lengstur tíminn fer í að koma sjúkraflugvélinni til vestur, suður- eða austurlands og í því samhengi er flutningur eftir Reykjanesbraut ekki svo langur tími ef tekið er mið af flugtíma á viðkomandi stað og biðtímanum eftir sjúkraflugvélinni. Mér bara datt þetta í hug þegar það er sagt að síðustu mínúturnar skipti meira máli en þær fyrstu en þær fyrstu eru víða á landsbyggðinni taldar í klukkustundum ekki mínútum." segir Ásmundur Friðriksson.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%