Viðbúnaður vegna brunaboða í Herjólfi

29.Desember'16 | 16:57

Landhelgisgæslan setti af stað mikinn viðbúnað eftir að brunaboði fór í gang í Herjólfi á fimmta tímanum. Engin hætta reyndist á ferð, en búið var að kalla út áhafnir beggja björgunarþyrlanna, björgunarskipið Þór í Vestmannaeyjum og lóðsinn þegar aðgerðin var afturkölluð.

Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir að allar viðbragðsáætlanir hafi verið virkjaðar, gripið sé til ítrustu ráðstafana þegar stór skip í vondu veðri eiga í hlut. Ruv.is greinir frá.

Herjólfur var á leið til Vestmannaeyja með 130 manns um borð þegar brunaboðinn fór í gang. Sveinn segir að reyks hafi orðið vart eftir að rafmagnsmótor brann yfir, þó ekki í vélarrúmi skipsins.

Björgunaraðgerðin var afturkölluð skömmu eftir að boðað var til hennar og voru þyrlurnar ekki farnar í loftið. Sveinn segir að einnig hafi verið búið að kalla út slökkviliðsmenn af höfuðborgarsvæðinu til að fara með þyrlunum. 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is