Samgöngur

Innanlandsflugi aflýst í dag vegna veðurs

27.Desember'16 | 11:14

Öllu flugi innanlands hefur verið aflýst í dag vegna veðurs. Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri Isavia segir að flugið falli niður vegna ísingarhættu og ókyrrðar yfir öllu landinu. Spáin geri ráð fyrir að þannig verði það fram á kvöld. 

Jón Karl segir í samtali við ruv.is að flugvélar fari ekki í loftið nema nauðsynlega þurfi, þegar veður sé eins kolvitlaust og það verði í dag yfir hálendinu.

Þar sem veðurspáin geri ráð fyrir álíka veðri næstu daga sé ástæða fyrir flugfarþega til að fylgjast vel með veðri og tilkynningum á vefsíðum flugfélaganna. Flogið verði um leið og það verður fært. 

Herjólfur hélt til Þorlákshafnar í morgun

Herjólfur hélt til Þorlákshafnar í morgun. Í tilkynningu frá skipafélaginu sem send var út í gær vegna siglinga næstu daga segir að spáð er miklum vindi og hárri ölduhæð. Tilkynning verði send út ef gera þarf breytingu á áætlun eða fella niður ferðir. Að öðrum kosti verður siglt samkvæmt áætlun til Þorlákshafnar þessa daga.

Frá Vestmannaeyjum 08:00 og 15:30

Frá Þorlákshöfn 11:45 og 19:15

Farþegum er bent á að fylgjast vel með tilkynningum.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.