Aðfangadagshugvekja séra Ólafs Jóhanns

Biðin langa

24.Desember'16 | 14:43

Aðfangadagur er genginn í garð. Ég gleymi því trúlega aldrei hve aðfangadagur var lengi að líða í bernsku og deili þeirra reynslu sennilega með mörgum, og að það jafnvel þó maður hafi búið við þann munað að sjónvarpið bauð upp á barnadagskrá allt fram að hádegi. 

En svo tóku við erfiðar klukkustundir, sem fór að mestu í horfa á jólatréð og gjafirnar sem ekki mátti snerta. Og ekki þótti mér það góð venja sem foreldrar mínir höfðu alist upp við, og ákveðið að halda við  þeirri venju að lengja enn frekar biðina með því að fara með okkur bræðurna til aftansöngs í Landakirkju klukkan sex.   Þar sem við vorum mættir, tæpri klukkustund fyrir messu, til að fá örugg sæti í kirkjunni (alltaf sömu sætin, uppi norðan megin, næst altarinu), tók við löng bið eftir að messan hæfist og svo loksins þegar hún byrjaði tók við enn erfiðari bið eftir að henni lauk.

 En eftir því sem aldur, vit og þroski færðist yfir, fór manni að að þykja  svo vænt um þessa hefð, ekki síst vegna þess að það er svo gott að staldra við, eftir allt umstangið, erilinn og öll þau miklu verkefni sem aðventunni tilheyra og velta því í raun og sann fyrir sér hvað jólin boða, hvers vegna tökum við upp á því að gefa hvort öðru gjafir, sýna meiri góðvild en á nokkrum öðrum tíma ársins og leggjum svo mikla áherslu á kærleika og samversustundir með fjölskyldunni, jú það er sannarlega vegna þess boðskapar sem afmælisbarn jólanna, færir okkur og við lesum í guðspjöllunum.

 Sjaldan koma fleiri Íslendingar saman af sama tilefni eins og á aðfangadagsvöldi, þar sem tugþúsundir Íslendinga sækja kirkju, hlýða á frásöguna um fæðingu Jesúbarnsins og tekið eru undir með jólasálmunum sem margir hverjir hafa fylgt þjóðinni í gegnum súrt og sætt í gegnum margar aldir. Allur sá boðskapur endurspeglar jólagleðina, hvort sem það var í erfiðustu aðstæðum, þar sem kreppa og kuldi sótti að fjölskyldunum í torfbæjum eða á tímum öryggis og ánægju í hlýjum hýbílum.  

Boðskapur jólanna hefur haft mikil og jákvæð áhrif á samfélagið í gegnum aldirnar, sem hefur kennt okkkur þakklæti þegar vel ára og reynst svo mikil huggun og leiðarljós á erfiðstu stundunum. Það var um mann sem hafði misst konuna sína rétt fyrir jólin. - Vinur hans sagði við hann: "Þetta hafa verið ansi erfið jól fyrir þig vinur minn" .. - hann svaraði að bragði: "Jú, það er rétt - en ég held ég hafi aldrei þurft eins mikið á jólunum að halda"

Huggunin, vonin og trúin er ekki þó ekki að finna í gjöfunum undir trénu eða mátlíðinni á diskunum, heldur umfram allt í þeirri frásögn sem jólaguðspjallið færir okkur, þessi frásögn sem er í senn, bæði afskaplega myndræn og auðvelt að setja sig inn í, en á sama tíma svo framandi og himnesk – en, umfram allt boðar okkar tíðindin góðu: Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn. Gleðileg jól. 

oli_joi_2015-001

Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.