Georg Arnarson skrifar:

Besti vinur mannsins

23.Desember'16 | 21:39

Besti vinur mannsins er klárlega hundurinn, en jólin í ár eru 4 jólin okkar eftir að við fengum okkur hund. Ég er stundum spurður að því, af hverju  hundurinn heitir Svenni, og svarið er það, að mið dóttir okkar átti vin sem hét Svenni sem lést nokkrum dögum áður en við fengum hundinn og hún fékk að ráða nafninu. Kannski ekki beint hundanafn en Svenna er alveg sama. 

Það hafa margar kvikmyndir verið gerðar um hunda og öll þekkjum við sennilega nokkrar, en fyrir nokkrum árum var gerð mynd um hundinn Hatchi, sem er sannsöguleg, en saga Hatchi hófst í Japan árið 1936 þegar prófessor í skóla einum í litlu bæjarfélagi í Japan fékk sér lítinn hund sem hann skírði Hatchico. Á hverjum degi tók prófessorinn Hatchi með sér í vinnuna og lét hann bíða eftir sér við gosbrunn sem var fyrir framan skólann. Tveimur árum síðar var prófessorinn bráðkvaddur og Hatchi þar með heimilislaus, en það breytti engu fyrir hann, hann mætti á hverjum degi við gosbrunninn og beið eftir húsbónda sínum. Bæjarbúar tóku eftir þessu og þóttu mikið til um tryggð Hatchi og fóru að færa honum mat við gosbrunninn. Þannig gekk þetta í 9 ár, eða þar til að Hatchi og húsbóndinn sameinuðust loksins í næsta lífi. 

Bæjarbúum þóttu þetta það merkilegt að þeir slógu saman í styttu af Hatchi sem enn stendur við þennan gosbrunn í þessu litla bæjarfélagi í Japan. 

Við mannfólkið getum margt lært af hundunum okkar og við fjölskyldan höfum farið í gegn um þetta allt saman með honum Svenna okkar. Sorgina þegar við förum út og hann fær ekki að koma með og svo ofsa kætina þegar við komum aftur heim, eindreginn vilja hans til að sníkja af okkur mat þegar hann finnur lykt af einhverju sem hann langar í, eindreginn brotavilja hans þegar hann reynir að laumast til að merkja skóna okkar, svo hann finni okkur nú alveg örugglega aftur ásamt kröfunni um það, að hann vilji fá að sofa uppí alveg sama hvað. Mikinn áhuga hans á að hrekja alla aðra hunda í burtu með því að gelta á þá og hvernig hann dansar um af kæti þegar hann veit að við erum að fara með hann í göngu. Já, við getum lært margt af hundunum okkar.

Góðir Eyjamenn og aðrir landsmenn, innilega gleðilega hátíð frá okkur og Svenna.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).