Stefán Örn Jónsson, framkvæmdastjóri Skipalyftunnar:

Lítur björtum augum á framtíðina

21.Desember'16 | 09:20
loftmynd_lyftan_sigva

Athafnarsvæði Skipalyftunnar fyrir miðri mynd. Skjáskot/Lyftan - Skipalyftan í 35 ár

Á dögunum var haldið uppá 35 ára afmæli Skipalyftunnar. Við það tilefni var frumsýnd heimildarmynd um sögu fyrirtækisins. Eyjar.net ræddi við Stefán Örn Jónsson, einn af eigendum Skiplyftunnar um söguna, myndina og framtíð fyrirtækisins.

Hvernig kom það til að þið ákváðuð að láta útbúa mynd um söguna?

Snemma á þessu ári kom það upp í huga minn að það væri komin tími á að segja frá upphafi Skipalyftunnar. Þó að það séu bara 35 ár síðan að félagið var stofnað þá var búið að ákveða það löngu áður að hér skyldu verða byggð upptökumannvirki fyrir skip. Upptökumannvirkin sem hér voru reist voru komin hingað fyrir gos en þau komu frá Hafnarfirði. Þau voru flutt héðan 1973. Eftir að gos voru síðan flutt hingað aftur og reist á þeim stað sem þau eru í dag. 

Hugmyndin um að gera mynd um sögu Skipalytunnar í 35 ár var eingöngu sú að eftirlifandi stofnendur eru þrír í dag en þeir voru tíu í upphafi. Núverandi eigendum fannst þessi saga það merkileg að ákveðið var að fara í að gera mynd þar sem sagan væri sögð. Eigendur Skipalyftunnar fengu Sighvat Jónsson eiganda SIGVA sér til aðstðoðar. Sighvatur var þar með orðin leikstjóri myndarinnar hann réði síðan aðstoðarleikstjóra þar var fyrir valinu Sigríður Diljá Magnúsdóttir. Það er skemmst frá því að segja að við erum mjög ánægðir með útkomuna og samstarfið var skemmtilegt.

Sjá einnig: Lyftan - Skipalyftan í 35 ár

Það hefur ýmislegt gengið á, í sögu fyrirtækisins. Hvað stendur uppúr?

Ég held að það hafi ýmislegt gengið á við stofnun fyrirtækisins. Ég er ekki rétti aðilinn til að tjá mig um það þar sem ég kom ekkert að þeim málum, en horfi maður á myndina hefur maður það á tilfinningunni.

Það sem stendur uppúr að mínu mati þá hefur Skipalyftan sannað það að hún er stór hluti af öflugri atvinnustarfsemi í Vestmannaeyjum. Reksturinn hefur ekki alltaf verið dans á rósum en fyrirtækið hefur starfað undir sömu kennitölu frá upphafi. Það er ekki algengt hjá fyrirtækjum hér á landi sem eru í sams konar rekstri. Við höfum upp til hópa verið heppnir með starfsfólk og teljum að okkur hafi tekist nokkuð vel upp við að gera viðskiptavini okkar ánægða.

Hvernig lítur þú framtíð fyrirtækisins?

Ég lít björtum augum til framtíðarinnar á meðan atvinnustarfsemin verður með þeim hætti eins og hún er í dag, þá verður svona fyrirtæki eins og Skipalyftan að vera til staðar. Það er mín tilfinning að byggð í Vestmannaeyjum byggist alltaf upp á öflugum sjávarútvegi. Tvö af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins starfa í Eyjum. En vonandi eigum við eftir að njóta góðs af þeirri fjölgun ferðamanna sem leggja leið sína til landsins, það væri góð uppbót fyrir atvinnulífið okkar hér í Eyjum,

toti_stebbi_oli

Eigendur Skipalyftunnar.

stefan_orn_lyftan

Stefán Örn Jónsson

lyftan_loft_2016

Skipalyftan.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.