Ný fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar:

Hagræðing upp á tæpar 69 milljónir

Hagræðing í rekstri upp á um 42.900.000 auk þess sem tekjur verða auknar um 25.700.000.

21.Desember'16 | 20:00

Nú í kvöld fundaði bæjarstjórn Vestmannaeyja. Fyrir bæjarstjórn lá endurskoðuð fjárhagsáætlun þar sem búið er að gera ráð fyrir nýjum samningum við kennara. Hin endurskoðaða fjárhagsáætlun gerir þannig ráð fyrir hagræðingu upp á 68.600.000 en áætlað er að heildarkostnaður Vestmannaeyjabæjar vegna fyrrgreindra kjarasamninga liggi nærri 67.000.000.

Þær tillögur sem hér eru lagðar fram felast í hagræðingu í rekstri upp á um 42.900.000 auk þess sem tekjur verða auknar um 25.700.000.  Samtals gerir það um 68.600.000. 

 

Tillögurnar eru eftirfarandi:

Opin svæði: Gerð er tillaga um að lækka liðinn „opin svæði“ um 6.000.000. 

Niðurrif húsa: Liðurinn niðurrif húsa verði lækkaður um 5.000.000. 

Hækkun á gjaldskrá sundlaugar: Gerð er tillaga um að gjaldskrá sundlaugar taki þeim breytingum að einstök skipti verði hækkuð en verðum vegna forsölukorta og árskorta verði haldið óbreytt.  Í tillögunni felst að stakur miði í sund fyrir fullorðna hækki úr 600 kr. í 900 kr. og leiga á sundfatnaði og handklæðum fari úr 600 kr. í 900 kr.  

Hækkun á útsvari: Í dag er útsvarsprósenta 14,36%.  Lagt er til að útsvarsprósentan verði hækkuð í 14,46%.  Tillagan skilar 15.000.000.

Hækkun á gjaldskrá skólamatar: Lagt er til að gjald fyrir skólamat verði hækkað úr 457 kr. í 485 kr. fyrir börn í 1. til 6. Bekk og úr 518 kr. í 549 kr. hjá 7. til 10. bekk. 

Hækkun á fasteignagjöldum: Á seinustu árum hafa fasteignagjöld á íbúðarhúsnæði hækkað verulega vegna hækkunar á fasteignamatsverði.  Ekki er talið ráðlegt að breyta álagningu vegna íbúðarhúsnæðis.  Hinsvegar er lagt til að önnur fasteiganagjöld verði hækkuð úr 1,55% í 1,65%.  Tillagan skilar um 9.000.000

Hækkun á gjaldskrá vegna tónlistanáms fullorðna: Gerð er tillaga um að gjaldskrá tónlistaskóla taki þeim breytingum að gerður verði greinarmunur á tónlistarnámi fullorðina og barna þannig að fullorðnir greiði 10% hærri gjöld en börn.

Almennur rekstur: Hagrætt verði um 7.200.000 í almennum rekstri fræðslumála.

Fjöldi í bekkjum:  Lagt er til að miðað verði við hámarksviðmið í bekk sem hér segir;  22 nemendur í 1. - 3. bekk og í 5. bekk en 25 nemendur í öðrum árgöngum. Við þetta fer meðalfjöldi í bekk  19 í stað 17 nemendur.

  

Bæjarstjórn samþykkti tillögurnar með sjö samhljóða atkvæðum, en áréttaði að breyting á fjárhagsáætlun fyrir árið 2017 hefur ekki áhrif á ákvarðanir um þjónustuaukningu svo sem frístundastyrk, heimagreiðslur, fjölgun leikskólaplássa ofl. 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.