GRV:

Niðurstöður komnar úr samræmdum prófum

Nauðsynlegt fyrir skólastjórnendur að greina ástæður þess að námsárangur, þá sérstaklega í íslensku, taki ekki meiri framförum en raun ber vitni

19.Desember'16 | 07:45

Skólastjóri GRV greindi frá helstu niðurstöðum samræmdra prófa haustið 2016 á fundi fræðsluráðs í síðustu viku. Haustið 2016 voru samræmd próf þreytt við GRV í fyrsta skiptið á rafrænu formi. 

Helstu niðurstöður voru þær að árangur í stærðfræði í 4. og 7. bekk var sérstaklega ánægjulegur eða nálægt 32 sem er vel yfir landsmeðaltali. Árangur í íslensku er við landsmeðaltal í 7. bekk en undir 28 í 4. bekk sem er vel undir landsmeðaltali. Ánægjulegt er sjá að miklar framfarir eru í 7. bekk frá samræmdum prófum þeirra í 4. bekk og þá sérstaklega í stærðfræði.

GRV virðist vera með fleiri nemendur með háar einkunnir og færri með mjög lágar einkunnir. Nauðsynlegt er jafnframt fyrir skólastjórnendur að greina ástæður þess að námsárangur, þá sérstaklega í íslensku, taki ekki meiri framförum en raun ber vitni og hvaða hugsanlegu ástæður gætu legið þar að baki, segir í fundargerð fræðsluráðs. 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.