Vestmannaeyjabær:

Hafa ekki enn fengið niðurstöður úr PISA könnun

Fræðsluráð skorar á Menntamálastofnun að öll sveitarfélög landsins sitji við sama borð þegar kemur að birtingu niðurstaðna PISA-kannana

18.Desember'16 | 09:09

Vestmannaeyjabæ hefur því miður ekki enn borist niðurstöður með yfirliti yfir árangur nemenda sveitarfélagsins í PISA-könnuninni þrátt fyrir ítrekaðar óskir fræðsluskrifstofu Vestmannaeyjabæjar, segir í bókun fræðsluráðs. Ráðið segir það sama gilda fyrir mörg önnur sveitarfélög á landsbyggðinni.

Í fyrstu niðurstöðum almennt yfir landið kemur fram að náttúrufræðilæsi og stærðfræðilæsi hefur hrakað auk þess sem lesskilningur hefur minnkað frá 2000 en ekki marktækt frá 2006. Staða íslenskra nemenda hefur aldrei verið verri á öllum þessum þremur sviðum og eru niðurstöðurnar áberandi verri en á hinum Norðurlöndunum.

Jafnframt kemur fram í fyrstu niðurstöðum PISA að Árborg, Reykjanesbær og Hafnarfjörður eru þau sveitarfélög sem helst sýna framfarir og ber þar Reykjanesbær höfuð og herðar yfir önnur sveitarfélög. Þessi þrjú sveitarfélög eiga það sammerkt að hafa öll farið í markvissa stefnumótunarvinnu með læsi. Framtíðarsýn Vestmannaeyjabæjar og áherslur á læsi og stærðfræði í skólastarfi sem var undirrituð í ágúst 2015 var innleidd að fyrirmynd Reykjanesbæjar þar sem mikil áhersla er m.a. lögð á samvinnu þvert á skólastig, skimunarpróf og snemmtæka íhlutun. Fræðsluráð bindur því miklar vonir við að sú markvissa stefna sem unnið hefur verið eftir nú í rúmt ár, skili árangri til lengri tíma litið.

Skorað á Menntamálastofnun að öll sveitarfélög landsins sitji við sama borð þegar kemur að birtingu niðurstaðna PISA-kannana

Eins og áður segir hefur Vestmannaeyjabæ ekki enn borist niðurstöður með yfirliti yfir árangur nemenda sveitarfélagsins í PISA-könnuninni þrátt fyrir ítrekaðar óskir fræðsluskrifstofu Vestmannaeyjabæjar. Fræðsluráð skorar því á Menntamálastofnun að öll sveitarfélög landsins sitji við sama borð þegar kemur að birtingu niðurstaðna PISA-kannana. Landsbyggðin á undir högg að sækja hvað varðar árangur í PISA sem og í öðrum samræmdum könnunum. Fræðsluráð hvetur af því tilefni menntamálastofnun til forystu um að rannsaka ástæður þessa mismunar og leita leiða hvernig jafna megi þann mismun til að öll íslensk börn eigi kost á sambærilegri menntun þegar horft er til námsárangurs, óháð búsetu, segir í bókun fræðsluráðs.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.