Fjölskyldu- og tómstundaráð:

Á fimmta tug tilkynninga til barnaverndar

17.Desember'16 | 10:02

Barnavernd Vestmannaeyja bárust 36 tilkynningar vegna 17 barna í október og 10 tilkynningar vegna níu barna í nóvember. Þetta kom fram á fundi Fjölskyldu- og tómstundaráðs bæjarins í vikunni. 

Í október bárust tvær tilkynningar vegna vanrækslu á börnum, 16 vegna ofbeldis og 18 vegna áhættuhegðunar barns. Mál 11 barna af 17 voru send til frekari meðferðar. Í nóvember bárust sjö tilkynningar vegna ofbeldis gegn börnum og þrjú vegna áhættuhegðunar barns. Mál allra barnanna í nóvember var til frekari meðferðar.

Trausti Hjaltason, formaður ráðsins, segist eðlilega ekki geta tjáð sig um málin. „Það er einn sálfræðingur starfandi á heilsugæslustöðinni. Við höfum verið að auglýsa eftir sálfræðingi inn í grunnskólann en það hefur ekki tekist að manna þá stöðu,“ segir hann.

 

Fréttablaðið greindi frá.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.