Fjáraukalög:

89 milljóna aukafjárveiting í Landeyjahöfn

16.Desember'16 | 08:22
galilei_landey

Galilei 2000 við dýpkun í Landeyjahöfn.

Í fjáraukalögum fyrir árið 2016 á Landeyjahöfn að fá 89 milljóna aukafjárveitingu vegna kostnaðar við landgræðslu og dýpkun hafnarinnar, auk þess sem endurnýja þarf flóðvarnargarð sem skemmdist í óveðri í lok síðasta árs.

Meiri kostnaður vegna útboðs á ferju

Þá segir í frumvarpinu um fjáraukalög: Vestmannaeyjaferja. Lagt er til að veitt verði 40 m.kr. framlag vegna kostnaðar við útboð á nýrri Vestmannaeyjaferju. Á árunum 2013 og 2014 var veitt samtals 350 m.kr. til verkefnisins sem notaðar hafa verið í undirbúning fyrir útboð ferjunnar, s.s. útboð á hönnun, samning um hönnun, útboðsgögn fyrir nýja ferju, útboð hennar ofl. Nú stefnir í að kostnaður vegna útboðs á ferjunni verði meiri en gert hafði verið ráð fyrir og er tillögu þessari ætlað að bregðast við því.

Að unnt verði að hefja smíði skipsins snemma á næsta ári

Heimild til útboðs vegna nýrrar Vestmannaeyjaferju var lögfest á Alþingi í júní á yfirstandandi ári, sbr. lög nr. 56/2016, með fyrirvara um að fullnægjandi fjárheimildir yrðu tryggðar til verkefnisins á fjárlögum. Í lögunum var gert ráð fyrir að kostnaður ríkissjóðs vegna kaupa á nýrri Vestmannaeyjaferju gæti numið allt að 4,8 mia.kr. og hefur þegar verið gert ráð fyrir þessum útgjöldum í útgjaldaramma fyrir samgöngumál í fimm ára fjármálaáætlun áranna 2017–2021. Nýlega voru tilboð í nýja ferju opnuð og eru lægstu tilboð í ferjuna umtalsvert undir kostnaðaráætlun en gert er ráð fyrir að Ríkiskaup og Vegagerðin muni fara nánar yfir og meta hagstæðustu tilboðin og ganga síðan til samningsgerðar þannig að unnt verði að hefja smíði skipsins snemma á næsta ári, segir ennfremur í frumvarpinu um fjáraukalög fyrir árið í ár.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.