Landhelgisgæsluþyrla sótti sjúkling til Eyja

ekki fært fyrir sjúkraflugvél

8.Desember'16 | 06:51

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst klukkan 18.13 í gærkvöld beiðni um þyrlu vegna sjúklings í Vestmannaeyjum sem koma þurfti til Reykjavíkur. Hafði þá sjúkraflugvél reynt að komast til Vestmannaeyja en þurfti frá að hverfa vegna veðuraðstæðna.

Áhöfnin á TF-GNÁ var á leið á nætursjónaukaæfingu með björgunarskipi Slysavarnafélagsins Landsbjargar þegar beiðnin kom og var hún stödd á flugvelli Landhelgisgæslunnar. Fór áhöfnin því fljótlega í loftið áleiðis til Vestmannaeyja.

Afar blint var á leiðinni og um tíma var óvíst hvort unnt yrði að lenda á flugvellinum í Vestmannaeyjum en það tókst að lokum. Var sjúklingurinn fluttur þangað í sjúkrabíl og um borð í þyrluna sem flutti hann til Reykjavíkur þar sem lent var rúmlega hálfátta í gærkvöld.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is