Fræðsluráð:

Sumarlokanir leikskóla

5.Desember'16 | 06:40

Á síðasta fundi fræðsluráðs Vestmannaeyjabæjar var rætt um möguleika á sveigjanlegri sumarlokun leikskólanna að ósk Sonju Andrésdóttur, fulltrúa E-listans í ráðinu. Fram kemur í bókun ráðsins að árið 2014 var ráðist í könnun meðal foreldra leikskólabarna um hentugasta tíma sumarlokana leikskóla og var júlí/ágúst oftast fyrir valinu.

Í fyrra óskaði foreldrafélag leikskólabarna um vikuhliðrun á sumarlokun sem var samþykkt. Fjögurra vikna sumarlokun er sambærileg við fjölmörg önnur sveitarfélög, en slíkt fyrirkomulag hefur í för með sér að skipulagning leikskólastarfsins er í fastari skorðum. Ef styttri lokun væri þyrfti að ráða afleysingafólk í meira mæli sem hefur reynst erfitt skv. skólastjórnendum. Jafnframt að slíkt fæli í sér minni gæði leikskólastarfsins ásamt auknum kostnaði við rekstur leikskólanna sem ekki hefur verið gert ráð fyrir í fjárhagsáætlunarvinnu.

Lokun leikskólanna gefur líka möguleika á að fara í framkvæmdir innan veggja leikskólanna þegar þess gerist þörf. Hins vegar er vilji sveitarfélagsins að veita sem bestu mögulegu þjónustu og leggur fræðsluráð áherslu á að foreldrafélög leikskólanna eigi áfram í góðu samtali við leikskólastjórnendur og fræðsluráð hvað þetta málefni varðar, segir í bókun fræðsluráðs.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.