Íþróttaakademía ÍBV og FÍV:

Tæplega 40 nemendur að klára námsmat

3.Desember'16 | 06:24
Heimirfyrirlestur_ibvsport

Heimir Hallgrímsson með þjálfaranámskeið fyrir iðkendur. Mynd/ibvsport.is

Nóg er að gera hjá nemendum í akademíu ÍBV og & FÍV þessa dagana en þau eru að klára námsmat annarinnar. Í akademíunni eru tæplega 40 nemendur úr FÍV og leggja þau ýmist stund á handknattleik eða knattspyrnu. 

Einnig er töluvert stór hópur sem er í akademíu félagsins fyrir grunnskólanemendur. Á hverri önn þurfa nemendur að standast námsmat til að fá námið metið inn í Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum og er það mat bæði bóklegt og verklegt. Á þessari önn taka krakkarnir dómarapróf hjá sérsamböndunum sem og þjálfaranámskeið (bæði bóklegt og verklegt).

Eftirfarandi starfsmenn sérsambandanna hafa verið með námskeið hjá ÍBV undanfarnar vikur:

Dómaranámskeið:

Bóas Börkur Bóasson kom frá HSÍ og Magnús Már Jónsson frá KSÍ

Þjálfaranámskeið:

Heimir Hallgrímsson frá KSÍ og Hrafnhildur Ósk Skúladóttir frá HSÍ

 

Heimasíða ÍBV

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.