Bæjarstjórn Vestmannaeyja:

Endurskoða fjárhagsáætlun næsta árs

2.Desember'16 | 14:39

Síðari umræða um fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar fyrir næsta ár fór fram á fundi bæjarstjórnar í gærkvöldi. Líkt og bæjarstjóri hafði gefið í skyn var ekki hægt að afgreiða fjárhagsáætlunina óbreytta vegna nýrra kjarasamninga við kennara. 

Í bókun bæjarstjórnar segir að bæjarstjóri hafi haft framsögu um fjárhagsáætlun. Í máli hans kom fram að við gerð áætlunarinnar eins og hún liggur fyrir hafi einungis verið gert ráð fyrir 1,4% rekstrarafgangi af sveitarsjóði eða 41 milljón. Hans mat sé að æskilegur rekstrarafgangur sem síðan sé nýttur til að mæta endurnýjun verkefna og fjárfestingum sé um 10 til 15%. 

Verður mætt með samdrætti í þjónustu og annarri hagræðingu um leið og horft verði til þess að auka tekjur af gjaldskrám og álagningu

Fyrir liggur að ný undirritaður kjarasamningur við kennara leiðir til hækkunar launakostnaðar í grunnskólum uppá að minnsta kosti 57 milljónir króna og því ljóst að sú hækkun ein þurrkar upp allan rekstrarafgang sem áætlunin gerir ráð fyrir og myndi því halla á rekstur. Við svo verður ekki búið, segir í bókuninni.

Með hliðsjón af þeirri miklu kostnaðaraukningu sem til kemur verði samningar við kennara samþykktir, samþykkir bæjarstjórn að fela bæjarstjóra og öðrum embættismönnum sveitarfélagsins að endurskoða fjárhagsáætlun ársins 2017 og gera þar ráð fyrir allt að 57 milljóna hækkun sem mætt verði eftir atvikum með samdrætti í þjónustu og annarri hagræðingu um leið og horft verði til þess að auka tekjur af gjaldskrám og álagningu, segir í bókun bæjarstjórnar.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.