Ársþing KSÍ fer fram í Vestmannaeyjum

2.Desember'16 | 13:23
KSI_2013_Alm-geir_heimir

Geir Þorsteinsson er formaður KSÍ. Mynd/ksi.is

Ársþing KSÍ á næsta ári fer fram í Vestmanneyjum. Ársþingið verður haldið laugardaginn 11. febrúar næstkomandi. Möguleiki er á formannsslag á ársþinginu en Guðni Bergsson íhugar að bjóða sig fram gegn sitjandi formanni, Geir Þorsteinssyni. 

Yfirleitt fer ársþingið fram í Reykjavík en af og til hefur það verið haldið úti á landi. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, óttast ekki að fulltrúar félaganna mæti síður á ársþingið þar sem það verði ekki á höfuðborgarsvæðinu. 

„Reynslan er sú að ársþing hafa verið mjög vel sótt þegar við höfum þingin utan Reykjavíkur," sagði Klara við Fótbolta.net

„Ég á von á því að Reykvíkingar sem og aðrir mæti til Vestmannaeyja. Það er jafn langt í báðar áttir. Við ætlumst til að Vestmannaeyingar mæti til okkar og þá hljótum við að geta mætt til þeirra." Frétt frá Fótbolta.net.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.