Enn siglt til Þorlákshafnar

1.Desember'16 | 11:49

Nú þegar veður er orðið skaplegt og aldan hefur gengið talsvert niður voru margir bæjarbúar að vona að Landeyjahöfn myndi opnast fyrir siglingar. Sér í lagi þar sem dýpið er með ágætum í og við höfnina. Eyjar.net ræddi við Gunnlaug Grettisson, forstöðumann ferjusiglinga hjá Eimskip um stöðuna.  

„Þegar ákvörðun var tekin, fyrir kl. 7 í morgun, gengu að sögn skipstjóra brot yfir garðana og því miður ófært. Það var enn staðan þegar skipið lagði úr höfn kl. 8 og ekki þorandi að bíða og vona að aðstæður héldu áfram að lagast og því var siglt til Þorlákshafnar í morgun." segir Gunnlaugur.

Þá segir hann það aldrei of oft sagt að siglingar til Landeyjahafnar séu háðar nokkrum náttúrulegum þáttum s.s. ölduhæð, öldulengd, straumi, dýpi og vind og þegar tveir eða fleiri framagreindir þættir koma saman verður málið enn flóknara. Sem fyrr biðjum við fólk um að treysta því að skipstjórar taka alltaf ákvörðun um siglingar með öryggi farþega, áhafnar og skips að leiðarljósi. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.