Tlkynning frá knattspyrnudeild kvenna

Cloe áfram í ÍBV - Kristín Erna komin heim

Sóley Guðmundsdóttir fyrirliði liðsins hefur einnig ákveðið að framlengja

1.Desember'16 | 11:05

Cloe Lacasse leikmaður ársins hjá ÍBV 2016 hefur ákveðið að framlengja samning sinn við félagið.  Cloe sem hefur leikið frábærlega fyrir ÍBV mun snúa aftur til Eyja í byrjun febrúar.  

Cloe hefur leikið 41 leik fyrir ÍBV og gert í þeim 25 mörk ásamt því að hún hefur verið arkitektin af mörgum mörkum ÍBV síðustu tvö leiktímabil.

Kristín Erna Sigurlásdóttir hefur ákveðið að snúa aftur á heimaslóðir en Kristín hefur leikið 125 leiki fyrir ÍBV og skorað í þeim 84 mörk.  Í efstu deild hefur Kristín leikið með ÍBV 73 leiki og skorað í þeim 33 mörk.  Þá hefur Kristín leikið 9 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands og skorað í þeim 5 mörk.  Kristín á einnig að baki einn landsleik með U-23 ára landsliðinu.  Kristín Erna æfir nú af fullum krafti og ætlar að finna sinn fyrri styrk á Hásteinsvelli í sumar.

Sóley Guðmundsdóttir fyrirliði liðsins hefur einnig ákveðið að framlengja samning sinn við félagið en Sóley hefur leikið 148 leiki fyrir ÍBV og skorað í þeim 7 mörk.  Þá á Sóley að baki 7 leiki með Unglingalandsliðum Íslands og skorað í þeim 1 mark.

Þá hefur ÍBV samið við Adrienne Jordan sem kemur frá Östersund í Svíþjóð.  Adrienne getur leikið bæði sem bakvörður og kantmaður.

Áður hafði Sigríður Lára Garðarsdóttir samið við sitt uppeldisfélag en Sigríður hefur leikið 126 leiki fyrir ÍBV og skorað í þeim 21 mark.  Þá hefur Sigríður leikið 29 leiki fyrir yngri landslið Íslands og skorað í þeim 5 mörk.  Sigríður hefur einnig leikið einn landsleik með U-23 ára landsliðinu og einn leik með A-landsliðinu.

Þá mun Shaneka Gordon hefja æfingar af fullum krafti í janúar en Shaneka sem hefur verið mesti markaskorari ÍBV undnafarin ár missti af öllu síðasta leiktímabili vegna meiðsla.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.