Þröstur Johnsen leggur fram hugmyndir til bæjarráðs

Býður Vestmannaeyjabæ ýmsar eignir til sölu eða leigu

1.Desember'16 | 16:48

Tilboð varðandi íbúðamál í Vestmannaeyjum var til umræðu í bæjarráði í dag. Þar var tekið fyrir erindi frá Þresti B. Johnsen, varðandi ýmsa möguleika til sölu eða leigu á eignum til Vestmannaeyjabæjar.

Þröstur býður Vestmannaeyjabæ m.a. leiguíbúðir að Sólhlíð 17, íbúðir fyrir fatlaða að Bárustíg 2, sölu eigna til bæjarins og eða leigu, tilboð í makaskipti húsnæðis og Ráðhúss og að byggja á lóð að Skólavegi 7 íbúðir fyrir fatlaða.

Ekki stefnt að því að byggja leiguíbúðir fyrir almennan markað, annað er í farvegi

Í svari bæjarráðs þakkar ráðið einlægan áhuga bréfritara. Fyrir liggur að Vestmannaeyjabær er ekki að stefna að því að byggja leiguíbúðir fyrir almennan markað enda miklar framkvæmdir fyrirhugaðar á þeim vettvangi meðal einkaaðila. Einu leiguíbúðirnar sem stefnt er að falla annarsvegar undir málefni fatlaðra og hinsvegar undir málefni aldraðra. Þegar er hafin hönnun og undirbúningur að framkvæmdum við nýjar íbúðir fyrir aldraða við Eyjahraun. Hvað varðar íbúðir fyrir fatlaða þá er horft til samstarfs við framkvæmdaaðila á svokölluðum Ísfélagsreit. Í því samhengi var meðal annars farið í opna hugmyndasamkeppni. Vestmannaeyjabær mun því láta reyna á þann möguleika áður en aðrar ákvarðanir verða teknar. 

Þá liggur einnig fyrir einlægur vilji Vestmannaeyjabæjar að eiga og hafa starfsemi í því húsnæði sem seinustu ár hefur hýst bæjarskrifstofur en var byggt sem spítali. 

Að lokum er bréfritara bent á að lóðaumsóknir falla ekki undir bæjarráð heldur Umhverfis- og skipulagsráð og ber að beina umsóknum þangað á þar til gerðum eyðublöðum, segir í bókun bæjarráðs Vestmannaeyja.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.