Nýgerðir kjarasamningar kennara setja fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar í uppnám

“þurka upp áætlaðan rekstrarafgang sveitarfélagsins”

30.Nóvember'16 | 11:50
barnaskoli

Barnaskóli Vestmannaeyja

„Ef að fram fer sem horfir og þessir kjarasamningar sem voru undirritaðir í gær verða samþykktir þá er um hátt í 50 milljóna kostnaðarauka að ræða fyrir okkur.  Það er alveg ljóst við bætum því ekki við, nema að bregðast við með einhverjum hætti." segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri.

Eyjar.net ræddi við bæjarstjóra um hvað nýgerðir kjarsamningar þýða fyrir rekstur Vestmannaeyjabæjar.

„Staðreyndin er sú að það átti að samþykkja fjárhagsáætlun á morgun sem gerði ráð fyrir rekstrarafgangi upp á 41 milljón og þessir samningar þurka þann afgang upp, og gott betur.  Þessi kostnaðarauki merkir það einfaldlega að án aðgerða yrði sveitarfélagið rekið með tapi á næsta ári og slíkt er bæði andstætt lögum og heilbrigðri rekstrarskynsemi." segir Elliði ennfremur.

 

Hvað er þá hægt að gera?

Það má því allt eins búast við því að fresta þurfi afgreiðslu á fjárhagsáætlun og taka hana til endurskoðunar með það að leiðarljósi að hagræða þannig að hægt verði að mæta þessum útgjöldum.  Það er ekki mikill munur á rekstri sveitarfélags og rekstri fjölskyldu.  Ef útgjöld aukast á einum lið og tekjur standa ekki undir, þá þarf einfaldlega að draga úr annarstaðar.

 

Gæti þetta orðið til þess að hætt verði við eitthvað af þeim framkvæmdum sem hafa verið boðaðar svo sem í málefnum fatlaðra og aldraðra?

Nei, slíkar aðgerðir mæta ekki þessari stöðu. Allar slíkar framkvæmdir eru eignfærðar og hafa því ekki áhrif á rekstur. Í mikilli einföldun þá má segja að ársreikningum okkar sé alveg sama hvort við geymum eignir okkar í peningum eða steypu.  Það sem við verðum að gera er að hagræða í rekstri þannig að hrein útgjöld (sem sagt útgjöld sem ekki auka eignir okkar) dragist saman. 

 

Getur þú nefnt dæmi?

Í raun er bara allt undir. Rekstur fræðslukerfisins er um helmingur af heildarrekstri Vestmannaeyjabæjar og af sjálfsögðu þarf að fara vel yfir hvort þar sé hægt að hagræða. Að sama skapi erum við með hreinan gjaldfærðan rekstur upp á um 3300 milljónir og ef við ætlum að ná þessu saman án þess að auka tekjur þá þurfum við ekki að draga saman rekstur nema um 1,4%.  Með samstiltu átaki og samstarfi við starfsmenn eigum við auðveldlega að ráða við þetta verkefni.

 

Hvað með útsvar og aðrar álögur?

Það sama á við hvað það varðar, það er allt undir.  Við erum náttúrulega ekki að fullnýta tekjustofna eins og útsvar og fasteignagjöld og eðlilega verður það skoðað.  Að sama skapi þarf að skoða gjaldskrár og fleira.

 

Þetta eru nú vart skemmtilegt verkefni að ráðast og hvað þá á aðventunni?

Það er af sjálfsögðu hundleiðinlegt að fara í hagræðingu en við vissum svo sem að öll sú þjónustuaukning sem við höfum verið að ráðast í hefur þyngt rekstrarstöðuna.  Á sama tíma hafa tekjur okkar verið að dragast saman og þá mest vegna fækkunar sjómanna og tekjuskerðingar þeirra vegna sterkrar stöðu krónunar. Við bæjarfulltrúar erum einfaldlega kjörnir til að láta saman fara ábyrgan rekstur og öfluga þjónustu.  Við veigrum okkur því ekkert við þessu verkefni, segir Elliði Vignisson.

 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.