Elliði Vignisson ræðir stöðu leikskólamála við Eyjar.net

Leikskólaplássum fjölgað og inntaka barna á leikskóla oftar en áður

„Svo mikið er víst að mjög sterkur vilji er til að veita börnum og barnafjölskyldum í Vestmannaeyjum fyrirtaks þjónustu“

29.Nóvember'16 | 08:59

Í gær fundaði fræðsluráð Vestmannaeyjabæjar. Þar var m.a ákveðið að gera samning við leikskólann Sóla um kaup á auka leikskólarýmum til að getað tekið fleiri börn inn í leikskóla. Eyjar.net ræddi við Elliða Vignisson, bæjarstjóra um stöðu mála á leikskólum bæjarins.

„Á seinustu árum hefur mikil áhersla verið lögð á að byggja þéttar undir alla þjónustu við börn og barnafjölskyldur.  Þannig hafa verið teknar upp heimagreiðslur, niðurgreiðsla vegna dagmæðra færðar niður í 9 mánaða, samþykkt að fara í niðurgreiðslu á frístundum, boðið upp áheitan mat í grunnskólum sem er að stóru leiti á kostnað sveitarfélagsins og lengi má áfram telja.  Hér í Eyjum höfum við reynt að taka öll börn 18 mánaða og eldri inn á leikskóla 1. sept. og það markmið hefur náðst og jafnvel lengra því börn sem urðu 18 mánaða eftir 1. september hafa komist inn í leikskóla eftir þennan tíma." segir Elliði Vignisson.

Gera á samning við Sóla um kaup á auka leikskólarýmum

„Í fyrra vor opnaði bæjarstjórn á þann möguleika að opna nýja leikskóladeild og var þá til að mynda horft til þess að nýta norðurhlutan af Rauðagerði

Elliði Vignisson

sem staðið hefur ónotaður í mörg ár.  Illu heilli þurfti hinsvegar skyndilega að tæma ráðhúsið og hefur félagsþjónustan því nýtt það rými seinustu vikur og mun gera það eitthvað áfram.  Í stað þess að opna nýja leikskóladeild samþykkti fræðsluráð á fundi sínum í gær að gerður verði samningur við Sóla um kaup á auka leikskólarýmum til að getað tekið inn fleiri börn inn í leikskóla." segir bæjarstjóri.

Ekki þörf á að opna nýja leikskóladeild í bili

„Með þeirri  ákvörðun verður hægt að taka inn fleiri börn í leikskóla og bæta við nýju inntökutímabili eftir áramótin við hið hefðbundna inntökutímabil. Ákvörðunin leiðir einnig til að ekki verður í bili þörf á að opna nýja leikskóladeild. Skólaskrifstofan fékk samhliða heimild til að bæta við hámark dvalarrýma í Sóla og gert verður ráð fyrir þeim kostnaði í fjárhagsáætlun ársins 2017. Kostnaður vegna þessarar ákvörðunar er um 20,5 milljón.

Staðan í leikskólamálum hefur í mörg ár að jafnaði verið  sú að við höfum náðum að bjóða öllum börnum 18. mánaða og eldri leikskólapláss 1. september og þannig var það líka núna í haust.  Um áramótin verða um 10 börn til viðbótar orðin 18. mánuða og eins og ég sagði áðan þá mætum við þörfum þeirra með því að gera við samning við Sóla og stefnum að því að bjóða þessum börnum pláss strax eftir áramótin."

Lendum aftur á móti í skorti á plássum haustið 2017

„Hafa þarf hugfast að í eðli sínu er skortur á leikskólaplássum jákvætt verkefni fyrir bæjarfélag sem okkar, enda merkir það einfaldlega að börnum fjölgi miðað við fyrri ár.  Það jákvæða í þessu er því að ef allt fer að óskum þá lendum aftur á móti í skorti á plássum haustið 2017. Þá fara fá börn úr Kirkjugerði og Sóla (ca 39 börn) og losna álíka mörg pláss á leikskólanum fyrir nýjan árgang. Hinsvegar fer stór hópur af Víkinni yfir í 1. bekk og þá verður mjög rúmt á Víkinni en þröngt á leikskólunum. Líklega náum við að tryggja öllum 18. mánaða börnum leikskólapláss 1. sept 2017 en ekki meira en það. Verkefnið verður því að koma öllum börnum í þjónustu í kringum áramót 2017 og 2018." segir Elliði ennfremur.

Mjög sterkur vilji er til að veita börnum og barnafjölskyldum fyrirtaks þjónustu

Þar er allt opið því svo mikið er víst að mjög sterkur vilji er til að veita börnum og barnafjölskyldum í Vestmannaeyjum fyrirtaks þjónustu.  Við munum því leita eftir áframhaldandi góðu samstarfi við Hjalla og nýta Sóla eins vel og mögulegt er en lokum heldur ekki á að nýta Víkina betur, auka rýmið við Kirkjugerði eða hreinlega að opna nýja deild td. á Rauðagerði, segir bæjarstjóri í samtali við Eyjar.net.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.