Tap á rekstri SASS

28.Nóvember'16 | 09:45

Í lok síðasta mánaðar var haldinn aðalfundur Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS). Fundað var á Hótel Jökulsárlóni á Hnappavöllum í Öræfum. Ársreikningur SASS og Menningarráðs lá fyrir fundinum líkt og lög gera ráð fyrir.

Það var Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri, sem kynnti ársreikninga SASS fyrir árið 2015. Tekjur SASS 2015 voru rúmlega 136 m.kr., rekstrarkostnaður rúmlega 172 m.kr. og rekstrartap ársins var 34 m.kr, segir í fundargerð aðalfundarins.

Starfsskýrsla 2015-2016

Í starfsskýrslu 2015-2016 sem Gunnar Þorgeirsson, formaður flutti, segir að haldnir hafi verið 14 stjórnarfundir víðs vegar á Suðurlandi. Sveitarstjórnum í þeim sveitarfélögum sem heimsótt voru var boðið á stjórnarfund til að skiptast á skoðunum um mikilvæg málefni. 

Fór hann yfir nýtt skipurit SASS en starfsmenn eru nú 7 talsins og eru stafstöðvarnar 2, á Selfossi og Hvolsvelli. Ræddi formaður um ráðgjöf samtakanna til einstaklinga, félagasamtaka, stofnana og fyrirtækja í tengslum við styrkumsóknir, frumkvöðla o.fl. Áfram var unnið að Sóknaráætlun
Suðurlands en megináætlun sóknaráætlunar er að auka samvinnu milli sveitarfélaga í sem flestum málefnum, draga fram sérstöðu einstakra svæða og skapa jákvæða ímynd sem byggir á gæðum og hreinleika. Vinna að umhverfisvakningu með sjálfbærni að leiðarljósi og auka sjálfbæra nýtingu orku og auðlinda. Hækka menntunarstig á Suðurlandi og auka fjölbreytni í atvinnu- og mannlífi, menningu og menntun. Fór hann yfir helstu áhersluverkefni

Sóknaráætlunar Suðurlands fyrir árið 2015 og nefndi í framhaldi ráðstefnu ungmennaráðs sem haldin var í september sl. en þar voru miklar og málefnalegar umræður. Samþykkt hafa verið 12 áhersluverkefni á árinu 2016. 

Mikill tími hefur farið í almenningssamgöngur hjá SASS. Ekki hefur gengið eins vel og á sama tímabili 2015. Farþegum hefur fækkað um 10% og er helsta skýringin fækkun nemenda og góðæri. Endurskoðun hefur farið fram á leiðakerfinu, það einfaldað og ferðum fækkað.

Farþegatekjur hafa hins vegar aukist um 3% sem skýrist af hækkun gjaldskrár og dýrari ferðum. Endurskoða þarf lög um almenningssamgöngur og tryggja betur einkarétt sveitarfélaga og að eftirlitsaðili, s.s. Samgöngustofa, fái raunhæf úrræði til að bregðast við brotum. 

Mikil óvissa er um gerðs nýs samnings við ríkið um ART verkefnið. Það hefur skilað miklum árangri en helstu verkefni ART teymisins eru meðferð í samvinnu við fjölskyldur, skóla- og barnaverndaryfirvöld, forvarnarstarf í samvinnu við skóla og námskeiðshald um allt land. 

Margir aðilar eru með þjónustu- og samstarfssamninga við SASS. Fjöldi mála hafa verið til umfjöllunar hjá stjórn SASS bæði umsagnir um þingmál og mál sem varða landshlutann eða einstök sveitarfélög á svæðinu. Einnig hafa samtökin unnið mikið með Sambandi íslenskra
sveitarfélaga og öðrum landshlutasamtökum. 

Lokaorð formanns voru að með breyttu skipulagi séu samtökin betur undirbúin að takast á við fjölmörg og krefjandi verkefni sem fram undan eru á Suðurlandi. Unnið hefur verið að því að byggja upp þekkingu og reynslu samstarfsaðila sem styrkja stoðir í heimabyggð. Í sveitum Suðurlands verður til net þekkingar sem allir hafa aðgang að, það styrkir og bætir innviði samfélagsins á Suðurlandi til heilla fyrir Sunnlendinga, segir í ársskýrslunni.

 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.