Dagbók lögreglunnar:

Bifreið rann á grindverk

28.Nóvember'16 | 14:24

Vikan var með rólegra móti hjá lögreglu og tiltölulega fá mál sem komu upp.  Helgin gekk ágætlega fyrir sig og rólegt í kringum skemmtistaði bæjarins. 

Alls liggja fyrir fimm kærur vegna brota á umferðarlögum eftir vikuna en um er að ræða biðskyldubrot, ólöglega lagningu ökutækja og vanrækslu á að nota öryggisbelti í akstri.

Eitt umferðaróhapp var tilkynnt lögreglu í liðinni viku en þarna hafði bifreið runnið og lenti á grindverki.  Engin slys á fólki og minnháttar tjón á bifreiðinni og grindverkinu.

Lögreglan vill minna ökumenn á að nota ökuljósin en töluvert ber á því að ökumenn aki um með svokölluð dagljós kveikt en ekki aðalljós.  Þegar dagljósin eru kveikt er yfirleitt ekki kveikt á afturljósunum og því nauðsynlegt að kveikja aðalljósin til að virkja afturljósin.  Þetta á auðvitað alltaf við en þó sérstaklega núna í skammdeginu, segir í dagbók lögreglunnar.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.