Leikið í gamla salnum í kvöld

Dúkurinn á nýja salnum er orðinn gamall og þar af leiðandi stamur og harður sem eykur álag á liði og liðamót

25.Nóvember'16 | 11:08
Gamli-salur-IBV

Gamli salur Íþróttamiðstöðvarinnar.

Á facebook-síðu ÍBV segir að ákveðið hafi verið að spila leikinn á móti FH í gamla salnum. Þar segir ennfremur að þessi ákvörðun hafi ekki verið auðveld en að hún sé nauðsynleg og fyrst og fremst tekin með hagsmuni leikmanna í fyrirrúmi.

Gólfið á nýja salnum sem tekinn var í notkun 2001 er lagt dúk, sem kominn er á tíma. Dúkurinn er orðinn gamall og þar af leiðandi stamur og harður sem eykur álag á liði og liðamót. Það er mikið álag á leikmönnum, margir leikir og þétt spilað og því miður eru leikmenn lengi að jafna sig eftir leiki á dúknum og í raun töluvert lengur en leiki sem leiknir eru á útivöllum.

Á móti kemur að aðstaða fyrir okkur frábæru stuðningsmenn er ekki góð í gamla salnum en við vonum að þeir standi með okkur í þessu og sýni skilning á þessari ákvörðun. Þétt setinn gamli salurinn er svakaleg gryfja og er ekkert lið öfundsvert af því að koma og spila þar með ykkur, okkar frábæru stuðningsmenn á pöllunum, segir að endingu í tilkynningunni.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.